Knattspyrna

Knattspyrnudeild Víkings lýsir yfir ánægju með að hafa samið við Aron Már Brynjarsson um að leika með félaginu næstu tvö árin. Aron Már spilar sem hægri bakvörður og er fæddur árið 1998. Hann á íslenska foreldra en er fæddur og uppalinn í Svíþjóð þar sem hann æfði og spilaði með yngri flokkum Malmö FF. Aron er U21 árs landsliðsmaður Íslands en áður spilaði hann fyrir U19 ára landslið Svíþjóðar og U17 ára landslið Íslands.

Víkingur lítur á Aron sem góðan styrk fyrir sumarið og bindur vonir við að hann muni eiga bjarta framtíð hjá félaginu.

Á meðfylgandi mynd býður Heimir Gunnlaugsson formaður meistaraflokksráðs Víkings Aron velkominn til félagsins.

TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna