Knattspyrna

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær erindi Knattspyrnufélagsins Víkings þar sem óskað var eftir því að settur yrði fullkominn gervigrasvöllur á aðalvöll félagsins í Víkinni að loknu keppnistímabilinu 2018.

Tillaga Knattspyrnufélagsins Víkings til Borgarráðs hljóðaði þannig að það fjármagn sem áætlað var að nota í að endurgera grasæfingasvæði félagsins yrði notað upp í kostnað við að setja fullkomið gervigras á aðalvöll félagsins haustið 2018, eða strax að loknu keppnistímabilinu, með tilheyrandi lýsingu, hitalögnum, vökvabúnaði og girðingum í kringum völlinn.

Mikill samhljómur er innan félagsins um þessa framkvæmd og mun þetta gjörbreyta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar hjá félaginu.

Knattspyrnufélagið Víkingur er borgaryfirvöldum þakklátt fyrir hraða afgreiðslu þessa máls.

TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna