Knattspyrna

Í gær lauk U17 ára landslið Íslands keppni í milliriðli fyrir EM. Liðið lék 3 leiki og sigraði bæði Íra og Asera en tapaði fyrir Þýskalandi og verður það því Þýskaland sem fer áfram í úrslitakeppnina.

Arna Eiríksdóttir og Karólína Jack, leikmenn HK/Víkings stóðu sig virkilega vel á mótinu. Síðasti leikurinn fór fram í dag á móti Aserbaídsjan og sáu okkar dömur um markaskorun en Arna skoraði tvö mörk og Karólína eitt en leikurinn endaði 3-1 fyrir Íslandi.

Karólína var í byrjunarliðinu í öllum þrem leikjunum en Arna fékk tækifæri í byrjunarliðinu í leiknum í dag og nýtti það heldur betur vel.

 

TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna