Knattspyrna

Þær Arna Eiríksdóttir og Karólína Jack leikmenn meistaraflokks HK/Víkings hafa verið valdar í U17 ára landslið kvenna sem keppir í milliriðli undankeppni EM 2018. Keppnin fer fram í Þýskalandi dagana 20.-29. mars og er Ísland í riðli með Þýskalandi, Aserbaídsjan og Írlandi.

Þær Arna og Karólína eru uppaldir Víkingar og spila nú stórt hlutverk með meistaraflokki HK/Víkings sem leikur í Pepsi deildinni í sumar.

Karólína er fædd árið 2001 og hefur verið fastamaður í U17 ára hópnum frá því sumarið 2016. Arna er fædd árið 2002 og er nýliði í hópnum.

Við óskum þeim báðum til hamingju með valið!

Arna Eiríksdóttir minKarolína Jack min

 

TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna