Knattspyrna

Víkingur og KR léku annan leik sinn í Reykjavíkurmótinu í Egilshöll föstudagskvöldið 19. janúar.KR ingar komust 1-0 yfir á 45. mínútu með marki LogiTMorten Beck, en Víkingur jafnaði með marki Nikolaj Hansen á 63. mínútu eftir fyrirgjöf Loga Tómassonar frá vinstri, en Nikolaj stýrði boltanum fjærhornið. Nikolaj hafði rétt áður tekið niður háa sendingu fyrir framan teiginn og sent út á Loga sem var vinstra megin. KR komst síðan aftur yfir á 76. mínútu með marki Kennie Chopart eftir slakan varnarleik.  Logi Tómasson jafnaði svo leikinn á 86. mínútu með góðu skoti upp í þaknetið eftir að Víkingar náðu pressu á varnarmenn KR. Markið var einstaklega glæsilegt – þrumuskot frá vítateigslínu.  Dofri Snorrason varð fyrir meiðslum strax á 5. mínútu en svo virðist sem að hásin hafi gefið sig sem þýðir að hann verður frá í þangað til í lok keppnistímabilsins.

Lið Víkings var þannig skipað: Trausti Sigurbjörnsson (M), Halldór Smári Sigurðsson (fyrirliði), Gunnlaugur Guðmundsson, Dofri Snorrason (Davíð Atlason), Sindri Scheving, Viktor Örlygur Andrason (Logi Tómasson), Bjarni Páll Runólfsson (Georg Bjarnason), Gunnlaugur Birgisson, Örvar Eggertsson (Hróðmar Stefánsson), Erlingur Agnarsson og Nikolaj Hansen.

KR 2-2 Víkingur  

1-0 Morten Beck (45')

1-1 Nikolaj Hansen (63')

2-1 Kennie Chopart (76')

2-2 Logi Tómasson (86')

TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna