Knattspyrna
Knattspyrnudeild Víkings hefur samið við Gunnlaug Hlyn Birgisson og Sindra Scheving um að leika með liðinu næstu tvö árin.
 
Gunnlaugur er 22 ára gamall miðjumaður sem lék með Víkingi Ólafsvík síðastliðið sumar en hann á einnig að baki meistaraflokksleiki fyrir Fram og uppeldisfélag sitt Breiðablik. Þá var Gunnlaugur á mála hjá belgíska liðinu Club Brugge á árunum 2012 til 2014. Hann hefur leikið 21 leik og skorað 3 mörk fyrir U19 og U17 ára landslið Íslands.
 
Sindri Scheving er tvítugur vinstri bakvörður og kemur til Víkings frá Val. Hann var á láni hjá Haukum í Inkasso-deildinni síðastliðið sumar en á árunum 2014 til 2017 var spilaði hann fyrir unglingalið Reading í Englandi. Sindri á að baki 35 leiki og 1 mark fyrir U16, U17, U19 og U21 árs landslið Íslands.
 
Víkingur býður þessa ungu og efnilegu leikmenn velkomna í félagið.


TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna