Knattspyrna

Sölvi Geir Ottesen hefur samið við Víking á ný eftir frábæran 13 ára feril í atvinnumennsku. Á ferlinum hefur hann unnið sjö stóra titla á Norðurlöndunum og í Kína. Hann hefur spilað 29 A landsleiki og 11 U21-árs landsleiki.  Sölvi Geir Ottesen hefur samið við Víking á ný eftir frábæran 13 ára feril í atvinnumennsku.

Á ferlinum hefur hann unnið sjö stóra titla á Norðurlöndunum og í Kína. Hann hefur spilað 29 A landsleiki og 11 U21-árs landsleiki.  Sölvi Geir hóf atvinnumennskuferilinn hjá Djurgården þar sem hann spilaði í fjögur ár og varð Svíþjóðarmeistari á sínu fyrsta ári þar og að auki tvisvar sænskur bikarmeistari. Frá Svíþjóð hélt hann til Danmerkur þar sem hann lék með SønderjyskE frá 2008 til 2010 og var frammistaða hans þar svo góð að hann var keyptur til FC København. Hjá danska stórliðinu spilaði hann í þrjú ár og varð tvívegis Danmerkurmeistari og að auki bikarmeistari einu sinni.

Sölvi skoraði mark gegn Rosenborg í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og tryggði þar með FC København þátttöku í riðlakeppninni. Hann er því einn örfárra  Íslendinga sem leikið hefur í meistaradeildinni. Eftir veruna í FCK hélt Sölvi til Rússlands þar sem hann spilaði hjá Ural við góðan orðstír í 3 ár. Eftir dvölina í Rússlandi hélt Sölvi til Asíu þar sem hann hefur leikið fyrir fjögur lið undanfarin þrjú ár, þar á meðal Wuhan Zall og Gunagzhou R&F sem eru meðal sterkustu liðanna í kínversku deildinni.  

Víkingur lýsir yfir mikilli ánægju með að Sölvi sé nú kominn aftur heim og stefni á að ljúka þessum glæsilega ferli á sama stað og hann hófst.  Sölvi skrifar undir þriggja ára samning við Víking sem tekur gildi þegar núverandi samningi hans í Kína lýkur.

Ferill Sölvi

 

TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna