Knattspyrna
Ellen var heiðruð fyrir leikinn í gærkvöld og fékk veglegan blómvönd.
Ellen Bjarnadóttir
, fyrirliði meistaraflokks HK/Víkings, lék tímamótaleik í gærkvöld þegar liðið vann góðan sigur á Aftureldingu, 1-0, í Landsbankadeild kvenna.

Þetta var 150. leikur Ellenar með meistaraflokki en hún hefur leikið með honum öll árin frá byrjun því hún spilaði fyrst 2001, þegar meistaraflokkurinn var stofnaður, þá aðeins 15 ára gömul. Ellen, sem nú er 22 ára, er eini leikmaðurinn sem til þessa hefur farið yfir 100 leiki og nú eru þeir sem sagt orðnir 150 talsins.
Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna