Knattspyrna
Dóra María Lárusdóttir skoraði í byrjun leiks og þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Pála Marie Einarsdóttir bættu við mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn.

Frétt af HK-vef

Byrjunin var skelfileg fyrir HK/Víking því Dóra María skoraði fyrir Val strax á 2. mínútu. En næstu 40 mínúturnar var baráttan til fyrirmyndar, þótt lítið hafi verið um spil hjá liðinu.

Í lok fyrri hálfleiks fékk Valur síðan vítaspyrnu sem Margrét Lára skoraði úr og staðan var því 2-0 í hálfleik.

Karen Sturludóttir og Rut Bjarnadóttir fóru báðar meiddar af velli í hálfleik og hætta er á að þær verði frá í einhvern tíma af þeim sökum.

Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri. Pála Marie skoraði strax fyrir Val og staðan orðin 3-0. HK/Víkingsstúlkur gáfust hinsvegar ekki upp, börðust áfram og náðu að halda boltanum betur innan liðsins en í þeim fyrri.

Frammistaða liðsins heilt yfir var til fyrirmyndar, mikil barátta og spilið betra þegar leið á leikinn.

"Mínar dömur geta borið höfuðiið hátt eftir þennan leik því þetta var hörkuleikur af okkar hálfu gegn frábæru liði Íslandsmeistaranna. Það var gríðarlega góð varnarvinna og vinnsla í liðinu. Með þessu hugarfari eigum við örugglega eftir að ná í fleiri stig. Við mætum næst Þór/KA á laugardaginn. Það er slæmt að missa tvo helstu markaskorara okkar í meiðsli en það kemur maður í manns stað," sagði Sigurður Víðisson þjálfari HK/Víkings.
Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna