Á vegum Knattspyrnufélagsins Víkings er starfræktur Íþróttaskóli barnanna sem ætlaður er börnum á aldrinum 2-5 ára. Þar fer fram fjölbreytt og áhugaverð dagskrá þar sem haft er að leiðarljósi að efla skyn- og hreyfiþroska barnanna ásamt því að kenna þeim að vinna með öðrum, umgangast aðra og taka tillit hvort til annars.

Boðið er upp á Íþróttaskóla Víkings á tveimur stöðum, annars vegar í Réttarholtsskóla og í Álftamýraskóla á laugardögum.

Íþróttaskólinn fer fram laugardögum í íþróttasal Réttarholtsskóla og íþróttasal Álftamýraskóla.

Skráning á námskeið haustannar hefst mánudaginn 16. ágúst. Skráning opnar 16:00 í dag mánudaginn 16.ágúst

Skráning er í gegnum sportabler. – Hérna er hægt að skrá í íþróttaskólann

Mikilvægt er að skrá í rétt námskeið þar sem boðið er upp á 2 námskeið á sama tíma. (Réttarholstskóli / Álftamýraskóli)

Íþróttaskólinn í Álftamýri hefst laugardaginn 18. september

ATH. Íþróttaskólinn í Réttó hefst 9. október er það vegna framkvæmda á skólahúsnæði Réttarholtsskóla Einungis verða 10 tímar fyrir áramót í Réttó.

Hópnum er iðulega skipt í tvennt:

Börn fædd 2018 – 2019 kl. 9:30

Börn fædd 2017 – 2016 kl. 10:30

Um er að ræða 12 skipti. (Upplýsingapóstur mun berast til foreldra áður en fyrsti tími byrjar í gegnum Sportabler)

Mælt er með að börnin mæti berfætt eða í sokkum með stjörnum undir svo þau nái sem bestu gripi á gólfinu og renni ekki. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að taka þátt í tímunum og vera börnunum til aðstoðar t.d. í áhaldahringjum og við klifur. Ef barn er óöruggt á einhvern hátt (skortir kjark eða færni) þarf líka að styðja það vel í upphafi og draga sig síðan í hlé þegar færnin verður meiri og sjálfstraust eykst.

Aðstaða er til fataskipta sé þess óskað. (Ath. reglur í tengslum við Covid-19 geta takmarkað aðgengi að búningsklefum)

Verð fyrir námskeiðið er kr.16.400 kr fyrir 12 tíma

Að venju fá börnin boli merkta skólanum og Víkingi.

Aðeins er pláss fyrir 40 börn í hvoru námskeiði.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um Íþróttaskóla barnanna í Víkinni í síma 519-7600 eða með því að senda tölvupóst á [email protected]

Íþróttaskóli Víkings 2021 | Haust

Skráning er í gegnum sportabler

Skráning
Víkingur Logo