Handbolti

Á morgun, laugardag hefur meistaraflokkur kvenna í handbolta keppni þegar liðið heimsækir Fram U í Safamýrina, hefst leikurinn kl. 13:30. Þetta er annað tímabil liðsins eftir að flokkurinn var endurreistur, í hópnum er góð blanda af ungum og efnillegum stelpum ásamt með eldri og reynslumeiri leikmönnum. Markmiðið fyrir komandi tímabil er að festa liðið í sessi og gera það tilbúið til að fara upp um deild og etja kappi við þær bestu, þar viljum við vera. Við hvetjum yngri iðkendur og aðra áhangendur til að fylgja liðinu í vetur og styðja stelpurnar.

Víkingur og Afturelding hafa gert með sér samkomulag um að Kristófer Andri leiki með Víking á þessari leiktíð. Kristófer sem er fæddur árið 1998 og verið viðloðandi flest yngri landslið Íslands leikur stöðu miðjumanns- og skyttu.

Handboltatímabilið hefst á mánudaginn 11. september með leik Víkings og Fjölnis. Víkingur er í karlaflokki á ný í úrvalsdeild á meðal þeirra bestu þar sem félagið á heima.

Mætum öll á völlinn, hittum fólk og styðjum við handboltann í Víkinni. Ársmiðar á leiki karla og kvenna verða til sölu fyrir leik

Hér er hægt að nálgast yngri flokka Víkings í handbolta.

Knattspyrnufélagið Víkingur og Davíð Svansson hafa komist að samkomulagi um að Davíð leiki með liðinu í Olísdeildinni í vetur.

Handboltaskóli Víkings hefst 8. ágúst og er til 18. ágúst. Skólinn er frá 9:00 – 12:00 mánudaga til föstudaga og byrjar gæsla klukkan 8:30 hvern dag.

Umsjónamaður skólans er Díana Guðjónsdóttir meistaraflokksþjálfari kvenna. Meðan skólanum stendur koma leikmenn meistaraflokka Víkings í heimsókn ásamt fleiri gestum í skólann.

Skólinn er fyrir bæði stelpur og stráka á aldrinum 5 – 11 ára  (2011 – 2005 )

Iðkendur skulu mæta með nesti og íþróttaskó.

Hægt er að vera bæði tvær vikur og eina viku ætli iðkandi að vera eina viku er best að senda tölvupóst á .

Verð fyrir tvær vikur er 11.000 krónur

Verð fyrir eina viku er 5.500 krónur

Skráning í skólann fer fram á www.vikingur.felog.is

Allar nánari upplýsingar veitir Íþróttastjóri Víkings Fannar Helgi Rúnarsson

18839708 1639133026119381 3487390700737154342 o

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna