Handbolti
Víkingur leikur á meðal bestu liða landsins á næstu leiktíð í handknattleik karla eftir 35:30-sigur liðsins gegn ÍR í úrslitaleik um 2. sætið í 1. deild. Liðið fylgir því FH eftir upp úr næst efstu deild.

Leikurinn byrjaði með mínútu þögn til minningar um Örn Guðmundsson sem lést fyrir skömmu.
Það var stefnan að kynna leikinn vel til þess að fá Víkinga til að fjölmenna og styðja liðið til að komast upp um deild og Víkingar eiga hrós skilið fyrir frábæra mætingu í kvöld. Alls mættu 1100 gestir í Víkina sem er það mesta á deildarleik á þessari leiktíð þegar N1 deildin er tekin með sem er magnað til hamingju Víkingar. Einnig er gaman að sjá gamla leikmenn úr sigursælu liði Víkings á árum áður eins og Kristján Sigmundsson, Karl Þráinsson og Bjarka Sigurðsson ásamt mörgum öðrum.

Leikurinn var frábær skemmtun fyrir þá 1100 áhorfendur sem mættu, það var leikinn hraður handbolti, með flottum tilþrifum og áhorfendur vel með. Fyrri hálfleikur var jafn lengst af í fyrri hálfleik og mikið skorað ekki mikið um markvörslu og varnir liðana ekkert sérlega góðar.
Í seinni hálfleik hafði Reynir Þór þjálfari Víkings sett Erling í markið sem fór að verja og Víkingar náðu að auka forskotið jafnt og þétt og má segja að skiptingin um markvörð hafi verið einn af vendipuntunum í leiknum.

Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var sigurinn innan seilingar og leikmenn héldu haus og kláruðu verkefnið Víkingur í efstu deild á næsta tímabili.Síðustu tvær mínútur leiksins voru áhorfendur staðnir upp og sungu, klöppuðu og fögnuðu að Víkingar væru komnir aftur meðal þeirra bestu. Leikmenn vilja koma þökkum til allra þeirra sem mættu í kvöld og vonast til að sjá sem flesta á næsta tímabili.

Nú lætur Reynir Þór Reynisson af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla og vil Víkingur þakka honum fyrir frábært samstarf og vonast til að sjá hann á leikjunum liðsins
Handknattleiksdeild Víkings hefur ráðið Róbert Sighvatsson sem aðalþjálfara meistarflokks karla og 2. flokks en honum til aðstoðar höfum við ráðið Guðmund Hrafnkelsson leikjahæsta landsliðsmann Íslands og hann mun einnig stjórna markmannsþjálfun félagsins.

Róbert byrjaði sinn ferill hjá okkur í Víkingi en fór ungur til atvinnumennsku er hann spilaði fyrir UMFA. Róbert spilaði í 12 ár í Þýskalandi og endaði sinn ferill hjá Wetzlar sem hann þjálfaði á sínu lokaári hjá þeim. Feril Guðmundar þekkja allir handboltaáhugamenn en meðal annars spilaði hann sem atvinnumaður á Ítalíu og Þýskalandi. Báðir hafa þeir spilað í mörg ár fyrir Íslands hönd en samanlagt hafa þeir yfir 600 landsleiki að baki.

Við í stjórn deildarinar vonumst eftir miklu af Róberti og Guðmundi á komandi árum og teljum að við séum búnir að finna réttu þjálfarana til að þróa okkar unga lið áfram á komandi keppnistímabili.

Það er einnig von okkar að allir stuðningmenn Víkings hjálpi okkur að koma okkar liði í fremstu röð á komandi árum með því að hjálpa til, mæta á völlinn og styðja okkar lið til sigurs.

Fyrir hönd stjórnar.
Davíð
Meistarflokkur karla hefur fengið liðsstyrk fyrir næstu leiktíð. Búið er að semja við alla leikmenn síðasta árs nema Þóri fyrirliða sem hefur sett skóna á hilluna frægu. Samið hefur verið við þrjá leikmenn til að leika með Víkingi á komandi tímabili.

Þó svo að við séum með mjög efnilegan hóp þá var ljóst að við yrðum að breikka hópinn til að standa okkur í efstu deild. Við settum það strax upp að við vildum fá menn sem væru tilbúnir að koma til okkar og þróast áfram sem leikmenn og jafnframt að taka þátt í uppbyggingu næstu ára. Við höfum fengið eftirfarandi liðstyrk en það gætu enn bæst við leikmenn þegar nær dregur að móti:

  1. Árni Gíslasson, 28 ára markmaður sem spilaði með Þrótti á síðasta ári hefur skipt yfir í Víking. Árni byrjaði sinn feril hjá okkur í Víking í yngri flokkum þannig að hann er að snúa aftur heim.
  2. Davíð Georgsson, 21 árs miðjumaður og skytta hefur skipt frá ÍR sem hann hefur spilað fyrir frá unga aldri.
  3. Þröstur Þráinsson, 20 ára örvhentur hornamaður sem kemur að láni frá Haukum. Þröstur spilaði með aðalliði Hauka í fyrra og stóð sig með prýði en með komu nýrra leikmanna er ekki rúm fyrir hann hjá Haukum. Þröstur mun einnig spila með 2. flokki félagsins.
  4. Við bjóðum þessa stráka velkomna til Víkings en við vitum að þeir muni styrkja okkar hóp í komandi baráttu.

    Kv.
    Davíð
Ungt lið Víkings hóf baráttuna í N1-deildinni í handbolta í gær með fimm marka tapi, 34-29, gegn bikarmeisturum Vals, eftir að hafa verið yfir í hálfleik, 15-14. Margir tæknifeilar fóru með liðið í seinni hálfleik en margt jákvætt má taka úr þessum fyrsta leik.

Það byrjaði nú ekki vel hjá Víkingum sem lentu snemma 6-2 undir og virtust ráðvilltir gegn stórliði Vals. Það breyttist hins vegar fljótlega þegar skrekkurinn var farinn úr mönnum.

Hinn gífurlega "aggressívi" varnarleikur sem Víkingar léku í fyrra fór í gang og áttu stórskyttur Valsmanna sjaldan svör við henni. Þá var Björn Viðar ágætur í markinu, varði 14 skot, þar af eitt víti.

Víkingar báru enga virðingu fyrir grönnum sínum, börðu þá í spað í vörninni, þó löglega, og áttu margar fínar sóknir. Davíð Georgsson sem kom til liðsins frá ÍR í sumar átti flottan fyrsta leik sinn á fjölum Víkinnar, stýrði liðinu af myndarskap oft á tíðum og skoraði sjö mörk.

Víkingur leiddi, 15-14, í hálfleik og hefði staðan getað verið enn betri. Síðasta skotið í fyrri hálfleik átti silfurmaðurinn, Sigfús Sigurðsson, af línunni fyrir Val sem Björn varði meistaralega. Sigfúsi fannst þó hann ætti að fá víti og öskraði á dómara leiksins þegar flautað hafði verið til hálfleiks. Eitthvað fór þessi ræða risans með dómarana sem leyfðu Valsmönnum að komast upp með ýmislegt í seinni hálfleik.

Í seinni hálfleik var eins og Víkingarnir fengu aftur einhvern skrekk í sig þó þeir hefðu hrist hann úr sér svo vel í þeim fyrri. Oft á tíðum tókst mönnum ekki að grípa boltann og nýttu Valsmenn sér það með góðum hraðaupphlaupsmörkum.

Þeir tóku svo völdin undir lokin þar sem breiddin skilaði þeim góðum sigri, 34-29.

Hjá Víkingi var heimalingurinn, Sverrir Hermannsson, markahæstur með 8 mörk. Sverrir skoraði mörg góð mörk úr erfiðum stöðum og átti einnig fjölda stoðsendinga. Davíð var góður eins og fram hefur komið í sínum fyrsta leik.

Það er ljóst að þetta Víkingslið ætlar sér ekki að leggjast undir eitt né neitt lið og þarf ekkert að skammast sín fyrir frammistöðuna gegn meistarakandídötum Vals.

Mætingin í Víkina í gær var ágæt, 390 manns, og er það vel. Valsmenn voru fjölmennir en skemmtilegt hefði verið að sjá aðeins fleiri Víkinga. Þetta unga og efnilega lið er vel þess virði að sjá.

Mörk Víkings (skot): Sverrir Hermannsson 8/3(15/3), Davíð Georgsson 7(8), Pálmar Sigurjónsson 4(4), Hjálmar Þór Arnarsson 4(8), Sveinn Þorgeirsson 3(13), Þröstur Þráinsson 2(3), Sigurður Örn Karlsson 1(1).

Varin skot: Björn Viðar Björnsson 14/1 (23/2), Árni Þór Gíslason 4 (11/2) .
Meistaraflokkur karla í handknattleik tapaði fyrir Stjörnunni í kvöld á útivelli.
Þar með er þáttöku liðsins í bikarkeppninni í ár lokið.

Víkingur var yfir í hálfleik,11-13, en Stjarnan náði undirtökum í seinni hálfleik og vann 27-26. Davíð skoraði flest mörk Víking, átta talsins.
Handknattleiksdeild Víking hefur ráðið Bjarka Sigurðsson sem þjálfara 2. flokks karla í handbolta. Þar er að finna framtíðarleikmenn félagsins. Á síðasta ári tóku þeir miklum framförum og enduðu tímabilið á þvi að vinna alþjóðlegt mót í Granole á Spáni.

Það er okkur mikil fengur að fá einn af okkar dáðustu leikmönnum fyrr og síðar heim á ný.
Bjarki hefur þjálfað meistarflokk Aftureldingar síðust árin. Þetta er enn eitt skrefið í þá átt að efla alla þjálfun innan deildarinar og styrkja handboltann yfirleitt innan vébanda Vikings.
TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna