Handbolti

Nú þurfa strákarnir allan stuðning Víkinga. Fjölmennum í Mýrina í Garðabæ kl. 19:30 og tryggjum strákunum sigur.

Leikurinn var í járnum til að byrja með. Liðin skiptust á að skora og jafnt var á flestum tölum. Víkingar eiga erfiðan leik fyrir höndum á þriðjudaginn kemur og það setti sitt mark á liðið. Þeir náðu eins til tveggja marka forystu en Fjölnir var aldrei langt undan. Víkingar voru ákveðnir í vörninni og Fjölnispiltum var útdeilt vítaköstum í röðum. Af fyrstu níu mörkum þeirra voru sex skoruð úr vítum. Þau mörk eru hins vegar jafngóð og hver önnur. 

Fjölnir komst yfir í stöðunni 12-11 og var það í eina skiptið sem þeir komust yfir í leiknum. Benni spilaði í skyttuhlutverki í fyrri hálfleik en hann er farinn að æfa af fullu á nýjan leik. Hann stóð sig ágætlega og vonandi að hann komist á fullt skrið áður en tímabilið er úti. Víkingar tólku sig saman í andlitinu fyrir hlé og leiddu í hálfleik 12-13. Í seinni hálfleik héldu Víkingar forystu allan hálfleikinn en Fjölnir var aldrei langt undan. Síðustu tíu mínúturnar skilaði betra úthald sér hjá Víkingum og þeir unnu öruggan sigur, 22-28. Jón kom inn í hægri skyttuna síðustu tíu mínúturnar og lét strax finna fyrir sér með þremur mörkum í röð.

Ekki er margt að segja um þennan leik. Leikmenn Víkinga voru greinilega með hugann við leikinn við Stjörnuna á þriðjudaginn og það skilaði sér inn á völlinn. Það er hins vegar í sjálfu sér engin afsökun fyrir mistökum og bráðlæti. Sóknin gerði fullmargar villur og vörnin var slakari en oft áður. Hjálmar átti góðan leik á línunni og áttu Fjölnispiltar í erfiðleikum með að stöðva hann. Halldór stóð í markinu allan leikinn og stóð sig þokkalega. Þess ber að geta að Hlynur, ungur drengur úr 2. flokki Víkings, kom inn á völlinn þegar langt var liðið á leikinn. Hann nýtti tækifærið vel og skoraði síðasta mark Víkinga á glæsilegan hátt úr horninu. Það verður áhugavert að sjá hvort þessi piltur fari að banka af alvöru á dyr meistaraflokks á komandi árum.

Þessir skoruðu mörkin:

Egill – 2, Lalli – 3, Óttar – 2, Benni – 3, Hjálmar – 7, Arnar – 3, Jói – 3, Jón – 3, Hlynur – 1, Gestur – 1.

Strákarnir mæta Fjölni í kvöld kl. 19:30 í Grafarvoginum. Leikurinn er gríðarlega mikilvægt skref í átt að N1 deildar sæti. Allir á völlinn !

Mynd og grein: Sport.is/Ragnar

ari í utandeild kvenna í handknattleik, liðið tók við deildarmeistaratitlinum í Víkinni í gærkvöldi. Víkingsliðið tryggði sér toppsæti deildarinnar á þriðjudagskvöld með eins marks sigri á Selfossi sem var í öðru sæti. Staða Víkings í deildinni er nokkuð örugg, eftir 16 leiki hefur liðið unnið fimmtán og aðeins tapað einum leik, hefur 8 stiga forskot á Selfoss.

Leikmenn Víkingsliðsins eru á mjög mismunandi aldri, allt frá ungum leikmönnum sem eru að spila sína fyrstu leiki í meistaraflokki og upp í leikmenn sem hafa unnið bikara í efstu deildum kvenna og eiga tugi meistaraflokksleikja að baki. Eins og Hekla Daðadóttir, leikmaður Víkings, sagði við Sportvarpið þá eiga allir leikmenn liðsins það sameiginlegt að hafa einfaldlega gaman að handbolta.

Utandeildin er spennandi valkostur fyrir íþróttafélögin til að gefa ungum og efnilegum leimönnum tækifæri til að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og jafnframt tækifæri til að spila með reyndari leikmönnum sem miðla af reynslu sinni. Sé dæmi tekið af deildarmeisturum Víkings þá gengur blanda liðsins vel upp. Í liðinu eru leikmenn í þriðja flokki félagsins sem fá tækifæri með reyndari leikmönnum sem er almenn jákvæð þróun í íþróttinni. Það er vonandi að fleiri félög skrái lið í utandeildina til að halda áfram því góða uppbyggingarstarfi sem þar hefur verið í gangi í vetur.


Víkingar heimsóttu Selfoss föstudagskvöldið 2. mars eftir tveggja vikna hlé í deildinni. Bæði liðin eru í harðri keppni á lokaspretti 1. deildarinnar. Víkingar eru í 2. sæti á eftir  ÍR en Selfoss er farið að sækja hart að IBV um sæti í úrslitakeppninni. Það var því til mikils að vinna fyrir bæði lið. Víkingar hafa unnið alla þrjá leikina sem þeir höfðu spilað eftir jólafrí og Selfoss hefur einnig komið sterkt til leiks á sama tíma. Þeir hafa m.a. unnið IBV og gert jafntefli við ÍR. Það lá því fyrir að það yrði ekkert gefið eftir því bæði lið þurftu á sigri að halda.

ÍR byrjaði heldur betur og komst í 1-3. Jói skoraði fyrsta mark Víkinga með góðu undirskoti og Siggi skoraði fínt mark af línunni, ÍR svarar og kemst í 2-4 en Arnar minnkar muninn með langskoti. ÍR bætir við marki en Jói tekur gott skot utan af velli og skorar. Enn skorar ÍR en Hjálmar minnkar munninn með góðu línuskoti rétt eftir að hann kom inn á. Gestur jafnar leikinn með góðu hraðaupphlaupi, Egill kemur Víkingum yfir með marki úr gegnumbroti og Arnar nær síðan tveggja marka forystu með langskoti. 

Þarna áttu Víkingar góðan leikkafla og skoruðu fjögur mörk í röð. ÍR nær að jafna leikinn en Gestur skorar úr horninu, Jói kemur Víkingum yfir, ÍR jafnar en Jói skorar aftur. ÍR skorar þá tvö mörk í röð en Arnar jafnar fyrir Víkinga. ÍR nær tveggja marka forystu, Jói minnkar muninn en ÍR skorar aftur og staðan er 13-15 og skammt til leiksloka. Þá skorar Egill úr víti eftir að brotið á Hjálmari og síðan annað mark úr hraðaupphlaupi. Gestur innsiglar síðan góðan sprett Víkinga undir lok hálfleiksins með öðru marki úr hraðaupphlaupi. Víkingar leiddu í leikhléi með 16-15 í jöfnum og spennandi leik.


Leikurinn var í járnum í upphafi seinni hálfleiks. ÍR skorar fyrst en Hjálmar skorar af línunni. Þá skora ÍRingar þrjú mörk í röð og komast yfir en Lalli jafnar úr horninu. Þá ná ÍRingar tveggja marka forystu en Arnar minnkar muninn og Egil jafnar. ÍR skorar og kemst yfir en Egill jafnar aftur. Á þessum tíma eru Víkingar tveimur færri í tæpar tvær mínútur en ná að halda markinu hreinu. Stefán varði tvö mikilvæg skot á þessu tímabili. ÍR skorar síðan en Gestur jafnar leikinn. ÍR skorar tvívegis en Arnar minnkar muninn í 24-25. Þá skora ÍRingar tvö mörk og ná þriggja marka forystu og um tíu mínútur eru til leiksloka. Hjálmar minnkar muninn með marki af línunni, ÍR skorar en Jói svarar með mikilli sleggju. Gestur minnkar muninn í eitt mark með marki úr hraðaupphlaupi og allt er á suðupunkti. ÍR skorar en Hjálmar minnkar muninn með marki af línunni og staðan er 28-29. Um tvær mínútur eru til leiksloka. Lalli jafnar leikinn úr horninu þegar um mínúta er eftir. ÍR fer í sókn, tekur leikhlé og skipuleggur sóknina en nær ekki að skora og Víkingar fá boltann þegar um 15 sekúndur lifa eftir leiks. Stefán varði mjög vel í tvígang á þessum kafla. Róbert tekur leikhlé og skipuleggur síðustu sóknina. Hún endar með línuspili á Hjálmar sem skorar sigurmarkið þegar fimm sekúndur er eftir við gríðarleg fagnaðarlæti áhorfenda á þéttsetnum bekkjunum. ÍR gafst ekki tími til sóknar og Víkingar fögnuðu ótrúlegum sigri.


Sigrar gerast varla sætari en svona. Með honum hleyptu Víkingar mikilli spennu í toppbaráttu 1. deildarinnar. Í komandi leikjum skiptir hvert stig máli. Liðið spilaði yfir höfuð ágætan leik. Vörnin vann vel yfir það heila en markmennirnir hafa átt betri dag. Halldór varði fimm skot en Stefán, sem stóð í markinu stærstan hluta leiksins, varði 12 skot. Þar af varði hann nokkrum sinnum mjög vel á mikilvægum augnablikum. Markaskorunin skiptist mjög vel milli leikmanna. Það er styrkur liðs að margir séu ógnandi. Það gerir andstæðingunum alltaf erfiðara fyrir. Hjálmar sýndi styrk sinn á línunni og er mikill fengur að því að hafa fengið hann til baka. Það setur undir þann veikleika sem línuspilið hefur verið. Það má þó segja að of margir sóknarfeilar sáust hjá Víkingum. Í svona jöfnum leikjum getur það skipt miklu máli. 

Það var ekki skemmtileg tilfinning á síðasta heimaleik í Víkinni að hafa það á tilfinningunni að liðsmenn andstæðinganna væru fjölmennari á pöllunum en heimamenn. Því var gert smá átak í því að láta vita af leiknum með því að dreifa boðsmiðum til þeirra sem eru að æfa hjá félaginu, hengja upp auglýsingar og senda fréttir af leiknum til fjölmiðla. Niðurstaðan var að húsið fylltist, um 700 manns voru á leiknum sem er nýtt aðsóknarmet í vetur. Það sýnir að fólk kemur á handboltaleiki ef það fær að vita af þeim. Áhorfendur studdu sína menn hraustlega allan tímann og fengu allan pakkann, spennu, átök og dramatík. Þótt það sé gömul klisja að góðir áhorfendur séu 8. maður liðsins þá sannast það enn og aftur að það er rétt. Fleiri myndir frá leiknum má finna hér.  Frábært kvöld.

Þessir skoruðu mörkin:

Siggi-1

Arnar-5(1v)

Jói-6

Hjálmar-5

Gestur-6

Egill-5 (1v)

Lalli-2

TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna