Æfingagjöld

Handknattleikur, æfingagjöld og skráning Vor 2020

Æfingagjöld Vor 2020 

Flokkur VOR 2020
3. flokkur kr. 47.833
4. flokkur kr. 47.833
5. flokkur kr. 44.833
6. flokkur kr. 44.833
7. flokkur kr. 37.833
8. flokkur kr. 34.833
9. flokkur kr. 15.000 

Afreksæfingar : Afreksæfingar á seinni hluta tímabilsins eru eftir leiksstöðu og alltaf á laugardagsmorgnum. (gæti komið fyrir að örfáar æfingar falli á sunnudaga). T.d mæta allir hornamenn á sama tíma og eru í sérhæfðri æfingu, svo línumenn- skyttur o.s.frv. Við munum svo í framhaldi boða tvær leiksstöður saman sem eru í samvinnuæfingum, t.d skytta & horn sem eru þá saman á æfingum. Við höldum einnig áfram með fyrirlestra en afreksæfingarnar eru fyrir 3-6.flokk karla og kvenna. Það féllu nokkrar æfingar út vegna viðburða í húsinu og riðlaðist því skipulagið aðeins. Allar afreksæfingar verða birtar á Sideline, endilega ýta á eftir ykkar krökkum að mæta – mikilvægt að taka smá auka 

Styrktaræfingar : Styrktaræfingar eru sem fyrr kl 17:00-19:00 á miðvikudögum. Iðkendur mæta þegar þeim hentar en um er að ræða almennar styrktaræfingar, liðleika, meiðslafyrirbyggjandi æfingar og fræðsla. Hugmyndin er svo að fjölda styrktaræfingum í 2x í viku, en slíkt verður tilkynnt sérstaklega.

Markmannsæfingar : Markmannsæfingar eru kl 17:00-19:00 á fimmtudögum. Sama á við um markmannsæfingar og styrktaræfingar. Iðkendur mæta annað hvort 17:00-18:00 eða 18:00-19:00.

Varðandi búningamálin góðu. Mátun verður um miðjan/lok janúar og í framhaldi verða búningarnir pantaðir. Búningarnir eru um viku á leiðinni. Bæði mátum og afhending búninga eru í Víkinni og verður kynnt sérstaklega þegar nær dregur.


____________________________

Skráningarkerfið sem Knattspyrnufélagið Víkingur notar heitir Nóri. Nóri er einfalt skráningaforrit sem er  auðveldar skráningar og utanumhald til muna. Með þessu skráningarformi verða skráningar markvissari, allar upplýsingar um iðkendur svo sem sími og netfang eru eins réttar og þær geta orðið. Þjálfarar geta haldið utan um mætingar iðkenda sinna, stjórnir deilda hafa betra yfirsýn, innheimta verður skilvirkari og allt utanumhald með betra móti en áður. Foreldrar eru samt beðnir um að uppfæra upplýsingar í kerfinu svo sem netföng og símanúmer kunni þau að breytast. Nóri - skráningar -og greiðslukerfi

Hér fyrir neðan eru nokkrir punktar sem mikilvægt er að muna, svo skráningarnar gangi vel fyrir sig.

Foreldrar skrá börn sín sjálfir í gegnum skráningarkerfi félagsins og skal skráningu vera lokið fyrir 20. janúar 2020

Miða skal við að æfingagjöld séu greidd  í upphafi tímabils eða fyrir 20. janúar 2020  Hafi æfingagjöld ekki verið greidd 20. janúar 2020 verður sendur greiðsluseðill á forráðamann.

Iðkendur með ógreidd æfingagjöld fá ekki að keppa fyrir hönd Víkings. Einnig eru þessir iðkendur ekki tryggðir á æfingum, sjá nánar á vef félagsins:  https://vikingur.is/felagidvikingur/fraedhsla/tryggingar-idhkenda

Veittur er 10% systkinaafsláttur eða fjölgreinaafsláttur, afsláttur kemur inn á seinna barnið eða seinna námskeiðið. 

Hægt er að dreifa greiðslum í Nóra í allt að 4 mánuði (kort eða greiðsluseðlar).  Eins verður alltaf hægt að semja um greiðslur ef svo ber undir. 

Minnum á að hægt er að nýta frístundastyrkinn frá Reykjavíkurborg en hann er kr. 50.000- fyrir árið 2019.  Ath. að ef nýta á frístundastyrk er nú farið í gegnum https://vikingur.felog.is/  með rafrænum skilríkjum eða Íslykli og frístundastyrknum ráðstafað þar í gegn.

Kjósi iðkandi að hætta æfingum verður úrsögn að berast með tölvupósti á netfangið  

Það er á ábyrgð forráðamanna að tilkynna úrsögn, tilkynning til þjálfara iðkandans verður ekki tekin gild.

Æfingagjöld eru ekki endurgreidd nema að góð og gild ástæða sé fyrir því að barnið hætti s.s. búferlaflutningur og/eða meiðsli. Hafa skal samband á  sem afgreiðir umsóknir. Ekki er heimilt að endurgreiða það sem greitt hefur verið með Frístundakorti Reykjavíkurborgar.

ATH.

Mikilvægt er að hafa samband við Knattspyrnufélagið Víking ef um fjárhagserfiðleika er að ræða og finna úrlausn sem leiðir til áframhaldandi þátttöku iðkandans.

Umsjón með skráningu og innheimtu æfingagjalda er í höndum íþróttastjóra og barna-og unglingaráðs. 

Frístundarkort – upplýsingar  eða koma við á skrifstofu Víkings í Víkinni.“

 

 

 

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna