Handbolti

Fréttatilkynning

Handknattleiksdeild Víkings hefur samið við hinn þrítuga Örn Inga Bjarkason um að leika með meistaraflokki karla næstu tvö árin. Örn þarf vart að kynna fyrir áhugafólki um handknattleik enda þrautreyndur leikmaður sem leikið hefur með Aftureldingu og FH í efstu deild og sem atvinnumaður með Hammarby í Svíþjóð.

Örn mun auk þess taka að sér þjálfun í yngriflokkum félagsins.Örn fetar þar með í fótspor foreldra sinna sem bæði eru uppalin í Fossvoginum og léku með Víkingi á árum áður. 

Það er ljóst að um mikinn liðsstyrk fyrir ungt lið Víkings er að ræða enda reynslumikill leiðtogi sem hefur meðal annars orðið Íslandsmeistari með FH í efstu deild karla.

Örn hafði þetta að segja við undirritun samningsins „Ég er mjög spenntur fyrir því að koma aftur í Fossvoginn enda hef ég bæði mikla tengingu og taugar til félagsins. Það er spennandi að vera partur af þeim markmiðum og upprisu sem á sér stað hjá handknattleiksdeildinni og um leið hjálpa til við að gera Víking að betri handboltafélagi“.

Þess má til gamans geta að Örn, sem er sonur hinnar goðsagnakenndu Víkings-handboltakempu Bjarka Sigurðssonar, er á myndinni í gamalli treyju sem faðir hans lék í með Víkingi í kringum 1990.Stjórn Handknattleiksdeildar Víkings lýsir yfir ánægju sinni með að jafn reynslumikill leikmaður og Örn taki slaginn með okkur í þeirri uppbyggingu sem á sér stað og hlakkar til komandi tímabils.

orningi

Örn Ingi Bjarkason

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna