Handbolti

Jón Gunnlaugur Viggósson er nýr yfirþjálfari og afreksþjálfari handknattleiksdeildar Víkings. Jón Gunnlaugur mun einnig verða þjálfari hins efnilega 3.flokks karla og sinna verkefnum fyrir stjórn og Barna og unglingaráð handknattleiksdeildarinnar. Meðal verkefna Jóns Gunnlaugs verður að setja á fót Víkingsleiðina – afrekslínu Víkings þar sem þeim iðkendum sem vilja ná besta árangri er veittur rammi og aukinn stuðningur við að ná markmiðum sínum með skipulögðum aukaæfingum og leiðbeiningum. Víkingsleiðin verður öllum áhugasömum handknattleiksiðkendum Víkings opin.

Jón Gunnlaugur er 36 ára gamall reyndur handknattleiksþjálfari með BSc gráðu í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur réttindi sem ACC markþjálfi og er með Master Coach þjálfaragráðu frá EHF – Handknattleikssambandi Evrópu.

Þess má geta að Jón Gunnlaugur – eða Gulli – lék handbolta með yngri flokkum Víkings upp í meistaraflokk og er af miklum Víkingsættum. Faðir hans Viggó Sigurðsson lék með gullaldarliði Víkings áður en hann hóf farsælan atvinnumannaferil og afi hans Sigurður Jónsson var lengi formaður handknattleiksdeildar Víkings sem og formaður HSÍ um 5 ára skeið.

fullsizeoutput 630

Jón Gunnlaugur Viggóson nýr yfirþjálfari Víkings ásamt Bjarka Rafni Eiríkssyni formanni handknattleiksdeildar Víkings og Mána Esk Bjarnasyni frá Barna og unglingaráði eftir undirritun þjálfarasamnings

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna