Handbolti

Gengið hefur verið frá samningi við Þór Guðmundsson um að hann taki að sér þjálfun meistaraflokks kvenna til næstu tveggja ára.

Þór þekkir vel til hópsins enda hefur hann verið Díönu Guðjónsdóttur innan handar sem aðstoðarþjálfari liðsins í vetur.

Þór er þrítugur og hefur við viðloðandi þjálfun síðan 2012 með yngri flokka Fram og Víkings en hann spilaði einnig með þessum félögum.

Ekki er langt síðan meistaraflokkur félagsins var endurvakinn og er Þór ætlað mikilvægt hlutverk í áframhaldandi uppbyggingu líðsins sem er ungt og efnilegt.

 

Þór guðmundsson

Bjarki Rafn Eiríksson formaður Handknattleiksdeildar Víkings og Þór Guðmundsson 

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna