Handbolti

4.flokkur karla spilaði úrslitaleik við Val í Laugardalshöllinni á bikarhelgi HSÍ og var mikið fjölmenni í höllinni og gaman að sjá hvað Víkingar voru duglegir að mæta og styðja sitt lið. Leikurinn fór illa af stað og má segja að fyrri hálfleikurinn hafi orðið okkar mönnum að falli. Leikurinn tapaðist 22-29 þó að seinni hálfleikurinn hafi unnist. Það er ljóst að hér er á ferðinni gríðarlega efnilegt lið og verður spennandi að fylgjast með þeim í framtíðinni. Til hamingju strákar að komast alla leið í úrslitaleik í bikar - áfram Víkingur. 

 

 

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna