Handbolti

Hornamaðurinn Birgir Már Birgisson hefur samið við FH og mun taka slaginn með þeim í Olísdeildinni næsta vetur.Birgir stóð sig frábærlega með Víkingum síðastliðið tímabil og við því að búast að félög í efstu deild myndu sýna honum áhuga að tímabilinu loknu. Birgir Már, sem fæddur er 1998, kom til Víkings fyrir þremur árum og hefur á þeim tíma tekið ótrúlegum framförum og eins og áður sagði einn besti maður liðsins á síðasta tímabili. Það er góður vitnisburður fyrir Víking sem vettvang fyrir unga og efnilega leikmann. Við kveðjum Birgi Má með söknuði, þökkum honum fyrir samveruna og óskum honum alls hins besta í hans næsta skrefi á ferlinum.

TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna