Handbolti

2 flottir hornamenn gera 2 ára samning við Handknattleiksdeild Víkings.

Vinstri hornamennirnir snjöllu Arnar Gauti Grettisson og Arnar Huginn Ingason hafa gert 2 ára samning við Víking.

Arnar Gauti fæddur 1996, eyjapeyjinn sem hefur verið hjá okkur síðastliðin 3 ár hefur framlengt dölina hjá okkur um 2 ár. Það er mikið ánægju efni fyrir okkar, þar sem Arnar Gauti hefur verið mikilvægur hlekkur í hópnum undanfarin ár. Öflugur og kraftmikill leikmaður sem alltaf er á jákvæðu nótunum.

Arnar Huginn fæddur 1997, hefur verið svo lengi hjá okkur að við lítum á hann sem uppalinn Víking, þó hann eigi rætur að rekja í Fylki. Arnar Huginn er gríðarlega vinnusamur og metnaðarfullur leikmaður sem leggur sig alltaf 100% fram. Fékk ekki mörg tækifæri í Olísdeildinni í fyrra, en stóð sig mjög vel með U liðinu og á eflaust eftir að láta ljós sitt skína á næstu tímabilum.

Við Víkingar fögnum því að þessir tveir ungu og efnilegu leikmenn hafa tekið ákvörðun um að halda áfram að þróa og bæta sinn leik hjá okkur í Víkinni.

32645970 2034531843463919 1519172620275154944 n

TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna