Handbolti

Fleiri gleðifréttir fyrir mfl.karla í handbolta, Logi Gliese Ágústssons hefur skrifað undir 2 ára samning við Víking. Logi sem er fæddur árið 1997 og var hjá okkur í tvö tímabil áður en hann hélt til Danmerkur á síðasta ári. Kom aðeins við Í Fjölni eftir heimkomuna í janúar, en hefur nú ákveðið að koma aftur “heim”.  Logi sem er mjög fjölhæfur leikmaður og leikur bæði stöðu vinstri skyttu og miðjumanns kemur til með að styrkja okkur mikið í baráttunni um að komast aftur upp í Olísdeildina. Ótrúlega vel þjálfaður leikmaður og má til gamans geta þess við mælingar og test sem leikmenn tóku fyrir stutt, var Logi í flestum greinum á pari við það sem mælist hjá leikmönnum íslenska landsliðsins. Það er einmitt svona leikmenn sem við viljum hafa hjá okkur, vel þjálfaða og metnaðarfulla leikmenn með háleit markmið. Og við þetta má bæta  að síðast þegar hann lék með okkur tímabilið 2016/2017, þá var hann valinn besti leikmaður 2.fl. (sem fór í úrslit í Íslandsmótinu) ásamt því að vera valinn efnilegasti leikmaður meistarflokks sama ár. 

Við Víkingar bjóðum Loga hjartanlega velkominn til baka.

32525940 2033843323532771 1077981107045007360 n

TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna