Handbolti

Árlegt jólahappdrætti Víkings er í fullum gangi og hafa iðkendur í yngri flokkum félagsins nú þegar gengið í flest hús í öllu Víkingshverfinu. Krakkarnir eiga enn eftir að fara í einhverjar götur og hvetjum við alla Víkinga, sem og aðra velunnara félagsins, að taka vel á móti krökkunum og kaupa miða. Með kaupum á miða í jólahappdrætti Víkings styrkið þið bæði félagið beint og líka þann sem er að selja, þar sem þetta er jafnframt fjáröflun fyrir þá aðila. En ef svo vill til að þú eigir enn eftir að kaupa miða, þá verða þeir til sölu í Víkinni fram til 31. desember, m.a. á flugeldasölu Víkings, sem verður 28. til 31. desember. 

Happdrættið er sérlega veglegt þetta árið og vinningar glæsilegir, má þar nefna Amerískt heilsurúm frá Betra Bak að verðmæti kr. 340.000, Mongoose fjallahjól frá GÁP að verðmæti 114.900, Big Easy grill, gjafabréf frá Icelandair, síma frá Vodafone og margt fleira, en vinningarnir eru að verðmæti tæplega 1.000.000 kr.

Aðeins er dregið úr seldum miðum og vinningslíkur því verulegar. Miðaverð er kr. 1.500. 

Taktu á móti sölufólki okkar með jólaskapinu – kauptu miða.

TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna