Handbolti

Kæru Víkingar,

Árlegt jólahappdrætti Víkings er komið af stað og munu iðkendur í yngri flokkum félagsins ganga í hús í öllu Víkingshverfinu á næstu dögum. Við biðjum fólk að taka vel á móti þeim og kaupa miða en með því styrkið þið bæði félagið beint og líka þann sem er að selja því þetta er jafnframt fjáröflun fyrir þá aðila.

Happdrættið er sérlega veglegt þetta árið og vinningar glæsilegir, má þar nefna Amerískt heilsurúm frá Betra Bak,  fjallahjól frá GÁP,  Big Easy grill og margt fleira en vinningarnir eru að verðmæti tæplega 1.000.000 kr.

Aðeins er dregið úr seldum miðum og vinningslíkur því verulegar. Miðaverð er kr. 1.500 

Taktu á móti sölufólki okkar með jólaskapinu – keyptu miða .

Víkingsjólakveðja.

vinningar happ

TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna