Handbolti

Strákarnir halda í Grafarvoginn í kvöld og spila við Fjölni í 12. umferð Olísdeildarinnar. Við vitum að það hefur verið á brattann að sækja að undanförnu, margir góðir kaflar komið en ekki gengið sem skyldi að klára leikina með sigri - það mun koma.

Stuðningur við liðin okkar skiptir miklu máli og því viljum við hvetja stuðningsmenn og velunnara að fjölmenna í Grafarvoginn í kvöld og hvetja strákana. Þetta er næstsíðasti leikurinn fyrir jól en sunnudaginn 10. desember koma Valsmenn í Víkina. Við stefnum á að gera eitthvað skemmtilegt fyrir þann leik og vonandi getum við farið í jólafríið í góðri stöðu í deildinni.

Mætum í Dalhús í kvöld og styðjum okkar lið. Leikurinn hefst kl. 20:00.

Áfram Víkingur

TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna