FÉLAGIÐ

Víkingur er hverfafélag í besta skilningi þess hugtaks. Margar fjölskyldur nefna barna- og unglingastarf félagsins sem helstu ástæðu þess að þær vilja búa í Víkingshverfunum eða fluttu jafnvel þangað á sínum tíma. Víkingar eru þekktir fyrir að búa vel að æskufólki á heimaslóðum sínum. Íbúar hverfanna á aldrinum þriggja til sex ára kynnast félaginu fyrst í Íþróttaskóla barnanna og eftir það liggur leiðin í íþróttastarf á vegum deilda Víkings. Deildir Víkings eru sjö talsins. Almenningsdeild, borðtennisdeild, handknattleiksdeild, karatedeild, knattspyrnudeild, skíðadeild og tennisdeild. Skráðir iðkendur hjá Víkingi, yngri en 16 ára, eru um 1.200 talsins.

Hjólahópur Víkings tekur þátt í WOW Cyclathon og hjólar hringinn í kringum landið í WOW Cyclothon 2017 til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.

Fréttabréf Víkings er komið út. 

Maí/júní blaðið er að vonum fullt af efni og af nógu að taka í fréttum frá félagsmönnum. 

Blaðið kemur nú út í 3 skipti á árinu. 

Í blaðinu að þessu sinni má finna fréttir af meistaraflokkum félagsins og jafnframt yngri flokkum. 

Góður árangur hjá yngri flokkum á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu. 

60 ár liðin frá því fyrstu lög fulltrúaráðs Víkings voru sett. Myndir og umfjöllun um sumardaginn fyrsta og Cheerios mót Víkings ofl. 

Þú getur nálgast blaðið með því að klikka hér 

 

Áfram Víkingur!!

 

Vikingur frettabref 3. tbl. 5. arg.

Víkingar nær og fjær

Afmælishlaup Víkings sem verður haldið venju samkvæmt sumardaginn fyrsta 20. apríl nk. 

Tvær vegalengdir verða í boði
1. Vegalengd 8,4 km: Frá horni Garðastrætis og Túngötu að Víkinni.
Hlaupið verður frá horni Garðastrætis og Túngötu, sem leið liggur að Suðurgötu, út alla Suðurgötuna yfir á göngustíginn við Skildinganes. Hlaupið er síðan eftir stígnum inn Fossvoginn að félagsheimili okkar í Víkinni


2. Styttri vegalengdin 4,0 km: Frá bílastæðinu við Nauthól að Víkinni.
Ræst verður á sama tíma frá báðum stöðum kl 14.


Skráning og afhending þátttökunúmera verður við rásmark frá kl 13:30. Ræst verður kl 14 stundvíslega.
Brautargæsla verður við hringtorgið við Þjóðarbókhlöðu
Kl 15:00 verður svo verðlaunaafhending í Víkinni fyrir efstu 3 sætin í karla- og kvennaflokki.

Þetta er frábært hlaup og góð æfing eftir páskahátíðirnar.

Ekkert kostar í hlaupið, hlökkum til að sjá þig 

Áfram Víkingur !! 

 

Kæri íbúi í skemmtilegasta hverfi Reykjavíkur :-)

Nú er komið að árlegri hátíð á sumardaginn fyrsta í hverfinu okkar fimmtudaginn 20. apríl n.k.. Dagskrána má finna á www.vikingur.is

Hefð er fyrir því að vera með veitingar (kaffihlaðborð) fyrir alla sem leggja leið sína í Víkina þennan dag og hefur þetta verið vinsælt meðal allra aldurshópa í hverfinu.

Til þess að hægt sé að vera með slíkt kaffihlaðborð þurfa margar hendur að vinna létt verk og leggja til veitingar.

Því er óskað eftir því að sem flestir geti leggi til bakkelsi á kaffihlaðborðið. Kökur og brauðmeti er það sem er leitað er eftir, en aðrar útfærslur eru líka vel þegnar.

Tekið verður á móti veitingum í Víkinni á sumardaginn fyrsta frá kl. 11 - 13. Vinsamlegast sendið póst á og til þess að tilkynna um veitingar. Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að leggja okkur lið og gera kaffihlaðborðið jafn glæsilegt og undanfarin ár.

Kær kveðja, Soffía ( 692-0710) og Lisbeth (898 – 0716) 

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna