FÉLAGIÐ

Samstarf félaganna á þessum vettvangi hefur verið sérstaklega farsælt og gengið mjög vel á liðnum árum og því einhugur innan stjórna knattspyrnudeilda beggja félaganna að halda samstarfinu áfram og styðja vel við bakið á starfi umsjónarráðs HK/Víkings sem hefur veg og vanda af daglegu starfi í kringum flokkana tvo, 2. flokk og meistaraflokk kvenna. Unnið hefur verið að uppbyggingu innviða samstarfsins á liðnum árum auk þess sem lögð hefur verið áhersla á að hlúa að liðum samstarfsins með þeim árangri að liðin ár hefur meistaraflokkur verið við það að ná því markmiði að hasla sér völl í úrvaldsdeild en það er sameiginlegt keppikefli félaganna og umsjónarráðsins að liðið verði til frambúðar.

Til þess að grundvöllur sé fyrir slíku þarf baklandið að vera sterkt og það sýna félögin í verki með traustum samstarfssamningi sem nú var endurnýjaður til næstu þriggja ára.

Á forsíðumyndinni handsala þau Friðrik Magnússon, Katla Guðjónsdóttir og Baldur Már Bragason samstarfsamninginn nýja.

IMG 7536undirsk

IMG 7540víkingur

IMG 7540hk

 

 

TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna