FÉLAGIÐ

 

Kæru Víkings foreldrar.

Í ljósi frétta af hópsmitinu á Leikskólanum Jörfa vill Knattspyrnufélagið Víkingur koma eftirfarandi á framfæri.

Sex þjálfarar hjá félaginu eru komnir í sóttkví þar af tveir vegna beinna tengsla við einstakling af leikskólanum. Hinir fjórir eru starfsmenn skóla eða frístundaheimila í hverfinu og hafa verið sendir í sóttkví af yfirmönnum sínum til að gæta fyllsta öryggis. Ekkert smit hefur greinst innan veggja félagsins.

Félagið óskaði eftir svörum frá smitrakningarteyminu við því hvort leggja ætti niður æfingar í nokkra daga meðan staðan er endurmetin. Svörin voru mjög skýr - engin smitrakning á sér stað í tengslum við starfsemi félagsins og því ekki ástæða til að loka Víkinni frekar en öðrum skólum eða leikskólum í hverfinu.

Æfingar halda því áfram en án allra búningsklefa. Við skiljum þó fullkomnlega foreldra sem vilja halda börnum sínum heima næstu daga. Það er hins vegar ákvörðun okkar að FELLA NIÐUR allan rútuakstur þessa vikuna. Þar er blöndun nemenda mikil og við treystum okkur ekki til að tryggja örugg skilyrði í rútunni.

Að lokum hvetjum við foreldra að senda ekki börn með minnstu einkenni á æfingar heldur panta tíma í skimun. Vinnum þetta saman.

Áfram Víkingur !

F.h. Knattspyrnufélagsins Víkings,

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna