FÉLAGIÐ

Ný reglugerð heilbriðgisráðherra hefur heimilað á ný allar æfingar barna- og ungmenna fædd 2005 og síðar. Allar íþróttir fullorðinna, fædd 2004 og fyrr, eru óheimilar sem fyrr.

Knattspyrnufélagið Víkingur vill vekja athygli á því að ekki er fylgd úr frístundaheimilinum á æfingar hjá börnum í 1 – 4. Bekk. Hinsvegar börn sem eru í 1-2 bekk í fótbolta og taka rútuna á æfingar í Víkinni úr Krakkakoti og Álftabæ er þjálfari sem tekur á móti börnunum í rútunni og fylgir þeim börnum aftur til baka eftir æfingar. 

Frístundarútan mun aka samkvæmt akstursplani enn ekki verður nein fylgd. Þar sem íþróttastarfið er að fara af stað getur það tekið tíma að samræma reglur skólastarfs og íþróttastarfs. Þær upplýsingar sem við höfum gilda það til mánaðarmóta, vonir standa til að reglur verða samræmdar og þetta breytist sem fyrst.

Hægt er að nálgast æfingatöflur deilda hér 

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna