FÉLAGIÐ

Sigurður Ingi Georgsson, sæmdur Heiðursfélagi hjá Knattspyrnufélaginu Víkingi

Lýsing kjöri Heiðursfélaga – 30. des.2019 -  Sigurður Ingi Georgsson

Sigurður Ingi Georgsson er fæddur á Hofósi lýðveldisárið 1944 en ólst upp á Akranesi og er því á 76. aldursári.  Hann er iðnmeistari í húsa- og skipasmíði. Hann lauk skipasmíðanáminu árið 1966 og meistaranámi iðnmeistara árið 1984. Sigurður hefur verið afkastamikill verktaki síðan í Reykjavík og víðar um land.

Meðal nýbygginga sem hann hefur komið að og borið faglega og stjórnunarlega ábyrgð á má nefna – dvalarheimili aldraðra, Seljahlíð  og annan áfanga við lokafrágang Öskjuhlíðarskóla – þá mætti nefna ýmis verkefni innan stjórnsýslunnar á vegum hinna ýmissa ráðuneyta ríkisins.   Þá  hefur Sigurður rekið Trésmiðjuna Höfða í Reykjavík  sem sérhæfði sig í hurða- og gluggaframleiðslu.

Nú hin síðari ár hefur Sigurður gegnt stöðu rekstrarstjóra við Menntaskólann við Sund af miklum skörungskap.  Hef kynnst því af eigin raun sem kennari á þessu skólastigi,  hvað rekstrarstjórar sem áður kölluðust purtnerar við skólabyggingar,  af því að þeir bjuggu samhliða í húsakynnum skólanna, eru nauðsynlegir til að allt skólahald gangi upp  sem átakalausast.  Þar þurfa menn að vera réttir menn á réttum stundum. Það á sannarlega við um Sigurð Inga.  Nefni sérstaklega prófatímabilin, sem geta verið mjög viðkvæmur tími

Ein fyrstu afskipti Sigurðar af málefnum félagsins voru 1986 og varð hann formaður knattspyrnudeildar þegar á öðru ári, árið 1987.   Þegar ári síðar eða 1988 varð félagið Íslandsmeistari í II. deild og hlaut sæti í efstu deild. Þar höfum við haldið okkur síðan í deild þeirra bestu á Íslandi. Það var þegar mikill fengur að Sigurði frá fyrstu tíð sem formaður knattspyrnudeildar og ekki hvað síst á fyrsta stjórnarári sínu vegna aukinna umsvifa deildarinnar t.a.m samskipti við útlönd.

Þá á Sigurður mikinn þátt í öflugu starfi Fulltrúaráðs félagsins, sem var stofnað árið 1957.Hann sat í stjórn þess alla formennskutíð Arnar heitins Guðmundssonar (f.1947- d.2008)  frá árinu árinu 2000 og áfram undir stjórn undirritaðs frá 2008.

Þá var Sigurður sæmdur gullmerki Knattspyrnusambands Íslands á 100 ára afmælishátíð félagsins árið 2008. Við væntum þess að fá að njóta starfskrafta Sigurðar Inga sem lengst. Það er okkur Víkingum mikill heiður að sæma Sigurð Inga Georgsson, iðnmeistara í húsa- og skipasmíði,  Heiðursfélaga félagsins í dag, 30.des.2019 og sé það góðu heilli gert!

DSC 0013 1

Á myndinni má sjá Björn Einarsson formann Víkings, Sigurð Inga Georgsson og Ólaf Þorsteinsson

Grant Volterenforte2019 Macron Logo NEG 1
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna