FÉLAGIÐ

á móti sólu sem var lágt á lofti í fyrri hálfleik og var að auki svolitla stund að fóta sig vel á grasvellinum eftir rennislétt gervigrasið í Kórnum fram að þessu. Fyrsta markið kom þó strax á 12. mínútu þegar Þórhildur Stefánsdóttir skoraði með öruggu hnitmiðuðu skoti undir markvörðinn inn í vítateig eftir að leikmenn HK/Víkings höfðu splundrað vörn Hvíta riddarans með stuttu hröðu spili. Á 25. mínútu skoraði Rakel Lind Ragnarsdóttir mark úr keimlíku færi en fór allt öðruvísi að en Þórhildur, smellti boltanum yfir markvörðinn, stakk sér inn fyrir hana og skoraði í tómt markið. Eftir þetta fékk HK/Víkingur ýmis hálffæri, meðal annars skallaði Ingunn Haraldsdóttir boltann í slá eftir hornspyrnu auk þess sem varnarmaður Hvíta riddarans hefði átt að fá rautt spjald og dæmt á sig víti þegar hún reif í Björk Gunnarsdóttur þegar hún var sloppinn í gegn. Dómari leiksins sem átti nokkuð sérkennilegan dag með flautuna, kaus að dæma ekki neitt þrátt fyrir ótrúlega augljóst brot. Mörkunum fjölgaði ekki og staðan 2-0 í hálfleik.

Undan vindi í seinni hálfleik gekk HK/Víkingi ekki vel að hemja boltann og moða úr sóknum sínum sem voru fjölmargar. Skotin mörg hittu að auki illa á rammann. Það var því ekki fyrr en á 66. mínútu sem mörkunum fjölgaði en þar var Milena Pesic á ferð með mark af dýrari sortinni. Þá tók hún aukaspyrnu langt út á velli, á 40 metra færi og smellti boltanum upp í markhornið algerlega óverjandi. Leið nú enn drjúg stund og heldur tíðindalítil en of langt yrði að telja upp þau hálffæri sem fóru forgörðum og vænleg skot.

Þó kom nokkur frískur blær í leikinn þegar þær Isabella Eva Aradóttir og Dagmar Pálsdóttir komu inn á og úr urðu lokamínútur þar sem verulega lá á heimaliðinu. Svo fór enda að útsjónarsemi Bjarkar Gunnarsdóttur varð til þess að fleiri mörk bættust við. Fyrst á 88. mínútu fékk hún boltann inn í teig þar sem hún sneri baki í markið, lagði hann til hliðar þar sem Þórhildur kom aðvífandi og skoraði með föstu skoti með jörðinni og svo í uppbótartíma átti náði hún boltanum upp við endamörk vinstra meginn og lyfti honum inn á Isabellu sem var á nærstöng sem lengdi boltann áfram yfir á Þórhildi sem lagði hann áfram yfir á Láru Hallgrímsdóttur sem skoraði með föstu skoti neðst við nærstöngina, sérstaklega vel útfært samspil þar.


Lauk leiknum þannig með fimm marka sigri og svo bíður næst leikur í bikarkeppninni við ÍR sem unnu Fram í kvöld. Fyrst er þó fyrsti leikur í Íslandsmótinu gegn KH sem leikinn verður í lok Hvítasunnuhelgarinnar.

Lið HK/Víkings var þannig skipað
Björk Björnsdóttir, markvörður og fyrirliði
Ingunn Haraldsdóttir
Anna María Guðmundsdóttir
Björk Gunnarsdóttir
Rakel Lind Ragnarsdóttir
Laufey Elísa Hlynsdóttir út á 64. mínútu Isabella Eva Aradóttir inn.
María Soffía Júlíusdóttir út á 64. mínútu Dagmar Pálsdóttir inn.
Þórhildur Stefánsdóttir
Margrét Eva Sigurðardóttir út á 57. mínútu Lára Hallgrímsdóttir inn.
Milena Pesic
Gígja Valgerður Harðardóttir
Björk Björnsdóttir (M)(F)

Varamenn
Hrafnhildur Hjaltalín (M)
Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir
Ester Lilja Harðardóttir
Kristín Eva Gunnarsdóttir

Forsíðumyndin segir nokk sögu leiksins, fjórir leikmenn HK/Víkings á ferð, frá vinstri, María Soffía Júlíusdóttir, Ingunn Haraldsdóttir, Anna María Guðmundsdóttir og Rakel Lind Ragnarsdóttir


Mynd 1. Björk Gunnarsdóttir lagði upp í það minnsta þrjú af mörkum HK/Víkings.
Mynd 2. Sömu fjóru og á forsíðumyndinni að Laufeyju Elísu Hlynsdóttur viðbættri lengst til vinstri.
Mynd 3. Dagmar Pálsdóttir á ferð með boltann, Isabella Eva Aradóttir fylgist með.
Mynd 4. Gígja Valgerður Harðardóttir sem gekk til liðs við HK/Víking frá Þór/KA fyrir stuttu.
Mynd 5. María Soffía Júlíusdóttir lék á vinstri kantinum.
Mynd 6. Rakel Lind Ragnarsdóttir skoraði og var sérstaklega frísk á hægri kantinum í fyrri hálfleik.

HR-HKV-02

HR-HKV-03

HR-HKV-04

HR-HKV-05

HR-HKV-06

HR-HKV-07

TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna