Svanhildur Ylfa, sem fædd er 2003, sleit fyrstu knattspyrnuskónum á Grundarfirði, en hún gekk ung til liðs við FH og spilaði með þeim bæði í 3. og 4. flokki. Sumarið 2017, áður en hún skipti yfir í HK, átti hún í harðri baráttu við flestar af núverandi liðsfélögum sínum og mátti m.a. lúta í lægra haldi fyrir Víkingum í úrslitakeppni 4. fl. eftir að hafa unnið A-riðil íslandsmótsins með FH það sumar. Hún varða Faxaflóameistari með HK í 3. fl. vorið 2018 og komst einnig í úrslitaleik bikarkeppninnnar þá um haustið. Svanhildur Ylfa hefur átt frábæru gengi að fagna með 2. fl. nú í sumar, en HK/Víkingur trónir á toppi deilarinnar nú um stundir.

Hún lék sinn fyrsta leik með mfl. HK/Víkings í byrjun janúar og hefur síðan átt fast sæti í liðinu. Hún spilaði sinn fyrsta leik í Pepsí-Max-deildinni í sigurleik á móti KR og skoraði sitt fyrsta mark þegar hún jafnaði eftirminnilega á móti Breiðablik í grátlegu tapi stuttu síðar. Alls hefur hún nú spilaða 18 leiki með mfl. og skipar sér þar í flokk örfárra leikmanna með þann leikjafjöld, enn gjaldgeng í 3. flokki.

Svanhildur Ylfa hefur nokkrum sinnum verið valin í úrtakshóp yngri landsliða, án þess þó að hafa fengið löngu tímabæra landsleiki. Þá hefur hún hinsvegar fengið með blaklandsliðinu, en hún hefur spilað fjölda leikja með U17, allt frá fjórtán ára aldri.

Svanhildur Ylfa er sannur íþróttamaður sem leggur sig fram um að ná árangri í hverju því verkefni sem hún tekur sér fyrir hendur. Það er af miklu stolti sem hún er kynnt sem samningsbundinn leikmaður HK/Víkings.

Svanhildur Ylfa

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna