Heiðursgestir á þriðja heimaleik Víkings verða hjónin Pétur Bjarnarson og Guðrún Helgadóttir   

Segja má að Pétur Bjarnarson (fæddur 1936) hafi verið lífið og sálin í Knattspyrnufélaginu Víkingi um 3ja áratuga skeið í sögu félagsins. Hafði verið leikmaður bæði í knattspyrnu og handknattleik og burðarás í báðum greinum þessara ára.  Hann hóf þjálfun 16 ára gamall sem stóð í um tvo áratugi eða til ársins 1967 er hann stýrði kornungu meistaraflokksliði félagsins í úrslitaleik í Bikarkeppni KSÍ gegn KR. Pétur starfaði í fjölda ára við þjálfun handknattleiks- og knattspyrnuflokka hjá Víkingi. Hann varð formaður félagsins tvítugur að aldri árið 1959 í eitt ár.

Þekktastur er þó Pétur fyrir þjálfarastörf í handknattleik og er leitun er að ungum pilti eða stúlku á þessum árum í Víkingi, sem ekki naut þjálfunar Péturs.  Hann var þjálfari kvennalandsliðs Íslands 1960 og 1964, þegar Norðurlandamótið fór fram í Reykjavík en Íslendingar urðu Norðurlandameistarar árið 1964 í Reykjavík.  Pétur var gerður að Heiðursfélaga félagsins á 100 ára afmæli þess árið 2008.

Guðrún Helgadóttir (fædd 1946) var landsliðskona í handknattleik á sjöunda áratug síðustu aldar og leikmaður Víkings. Hún varð Norðurlandameistari í handknattleik 1964 þegar mótið fór fram á Laugardalsvellinum. Hún hefur sinnt ýmsum stjórnunarstörfum fyrir Víking og nú síðast síðustu 10 ár verið stjórnarmaður í Fulltrúaráði félagsins. Þá var Guðrún í stjórn Handknattleiksdeildar félagsins um árabil.

Meistaraflokkur kvenna í handknattleik árið 1961 sem fór í Norðurlandaferðina. Frá vinstri: Pétur Bjarnarson, þjálfari, Jóna Bjarkan, Rakel Bessadóttir, Sigríður Valdimarsdóttir, Ásrún Ellertsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Rannveig Laxdal, Elín Guðmundsdóttir, Herdís Jónsdóttir, Guðríður Jónsdóttir, Guðrún Jóhannesdóttir, Halldóra Jóhannesdóttir, Bettý Ingadóttir, Sigrún Vilbtir, Guðrún Helgadóttir og Hjörleifur Þórðarson.

Meistaraflokkur Víkings í handknattleik um 1965. Aftasta röð frá vinstri: Gunnar Gunnarsson, Ólafur Friðriksson, Þórarinn Ingi Ólafsson, Steinar Halldórsson, Sigurður Hauksson. Miðröð: Árni Ólafsson, Jóhann Gíslason, Hannes Haraldsson, Björn Bjarnason. Fremsta röð: Brynjar Bragason, Pétur Bjarnarson, þjálfari, og Einar Hákonarson.

Þessi mynd er tekin haustið 1973, þegar Víkingur vann sig upp í fyrstu deild eftir eins árs fjarveru. Víkingur vann svo Reykjavíkurmótið vorið 1974.

Aftari röð f.v.:Pétur M. Bjarnarson þjálfari, Örn Guðmundsson, Gunnar Örn Kristjánsson, Gunnlaugur Kristfinnsson, Bjarni Gunnarsson, Magnús Bárðarson, Gunnar Gunnarsson, Eiður Björnsson, Jóhannes Tryggvason, Theodór Halldórsson aðstoðarþjálfari.

Fremri röð f.v. Eiríkur Þorsteinsson, Jóhannes Bárðarson, Jón Ingi Ólafsson, Diðrik Ólafsson, Ögmundur Kristinsson, Magnús Þorvaldsson, Stefán Halldórsson, Þórhallur Jónasson og Ólafur Þorsteinsson

Meistaraflokkur kvenna í auglýsingu fyrir Consul bifreiðar árið 1960. Auglýsingin vakti mikla athygli víða um Evrópu. Pétur stendur sposkur á svipinn við hlið bifreiðarinnar!

TVG ZIMSEN logo prufa22019 Macron Logo NEG 1ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna