- Borðtennisdeild Víkings var stofnuð í júnímánuði árið 1973. Fyrst í stað var deildin til húsa í Hæðagarði, en flutti síðan í Íþróttahús Fossvogsskóla.
- Árið 1990 urðu mikil tímamót hjá deildinni þegar deildin flutti í TBR-Íþróttahúsið með alla sína starfsemi. Í TBR Íþróttahúsinu er öll aðstaða mjög góð. Borðtennisdeild Víkings er sigursælasta félag í borðtennis á Íslandi síðustu ára. Keppnismenn deildarinnar hafa unnnið nær alla þá titla sem keppt er um á Íslandi síðustu árin.
- Það er stefna deildarinnar að fá sem flest börn og unglinga í hverfinu og víðar í Reykjavík til að stunda borðtennis og ráða mjög hæfa þjálfara til starfa hjá deildinni. Borðtennisdeild Víkings hefur alla tíð haldið uppi mjög öflugu Íþrótta-, félags- og unglingastarfi hjá deildinni.
- Borðtennisdeildin hefur um árabil haldið uppi öflugum áróðri gegn vímuefnum þar sem ungir Íþróttamenn hennar prýða veggblað sem deift er í alla skóla landsins.