Borðtennis

 

Þetta er þriðja árið í röð sem Víkingur fagnar Íslandsmeistaratitli liða í karlaflokki og fimmta árið í röð sem kvennalið Víkings verður Íslandsmeistari Leikir númer 2 í úrslitarimmunum fóru fram í Íþróttahúsi Hagaskóla.

Magnús K. Magnússon byrjaði á því að sigra Gunnar Snorrason 3-0. Magnús Finnur Magnússon tapaðí síðan fyrir KR-ingnum Breka Þórðarsyni 1-3 en Daði Freyr Guðmundsson sigraði Kjartan Briem 3-1. Í tvíliðaleiknum sigruðu Daði og Magnús þá Gunnar og Kjartan 3-1. Magnús K. Magnússon sigraði Breka Þórðarson 3-0.

Í kvennaleiknum byrjaði Lilja Rós Jóhannesdóttir á því að sigra Guðrúnu Björnsdóttur 3-1 og Eva Jósteinsdóttir lagði Aldísi Rún Lárusdóttur 3-1. Í tvíliðaleik höfðu Eva og Lilja betur gegn Guðrúnu og Sigrúnu 3-0. Frétt af ruv.is

TVG ZIMSEN logo prufa2ERREA
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna