Æfingar
  Tennisskólinn skaffar bolta en það sem þarf að eiga eru innanhúss íþróttaskór og leikfimisföt.   Vetraræfingar eru opnar fyrir alla.  Æfingatímar eru frá kl. 14.30 til 17.00 á Þriðjudögum, Miðvikudögum og Föstudögum.  Innifalið í æfingagjaldinu eru æfingaleikir fyrir nemendur til að hjálpa þeim að æfa að keppa og verða þeir haldnir á föstudagskvöldum á milli kl.18.30-21.30.  Kennarinn er Raj K. Bonifacius, margfaldur Íslandsmeistari í tennis með hæstu tennisþjálfararéttindi frá atvinnusamtökum tennisþjálfara, Professional Tennis Registry.


Kostnaður

Æfingargjöld eru 96.000 kr. fyrir að æfa 3 kl./viku og 126.000 kr. fyrir 4,5 kl./í viku. Systkina afsláttur er 10%.  Æfingatímabilið er frá 1.september.2012 til 31.maí.2013.

Til að skrá sig, vinsamlegast smella hér

 
Tennisskóli sumarið 2012

Tennisdeild Víkings verður með tennisnámskeið bæði fyrir byrjendur og ungt afreksfólk. Tennisnámskeiðin fara fram á tennisvöllum Víkings við Traðarlandi 1, 108 Reykjavík í Fossvogsdal og í íþróttahúsi Fossvogsskóla, þegar veðrið er óhagstætt.  Námskeið er  frá kl.9-12.

Byrjendur kynnast grunnatriðum tennisíþróttarinnar í formi léttra æfinga og leikja. Krakkar sem ljúka tveggja vikna námskeiði læra „Míni Tennis" sem er grunnstigsleikur fyrir byrjendur. Einnig helstu reglur í tennis og hvernig á að telja í tennisleik. Þá verða kynntir hinir vinsælu tennisleikir „Grípleikur", „Rúlló", „Hring í kringum jörðina" og „Rússi". Tennisskólinn útvegar spaða á námskeiðunum.

Ungt afreksfólk -  Á þeim námskeiðum er lögð meiri áhersla á taktík og  tækni. Nemendur í þeim flokki kynnast aðferð­um sem tengjast keppni.

Námskeiðsgjald er 12.000 kr. Veittur er 20% systkinaafsláttur og 25% afsláttur ef sótt er um fleiri en eitt námskeið. Mögulegt er að skrá þátttakendur viku í senn. Þá kostar vikan 7.000 kr.   Vinsamlegast leggja inn á reikning 313-26-10610, kennitala 700688-1439.

Námskeið 1 / 11.-22. júní
Námskeið 2 / 25. júní-6. júlí
Námskeið 3 / 9.-20. júlí
Námskeið 4 / 23. júlí- 3. ágúst
Námskeið 5 / 7.-17.ágúst

Vinsamlega smella hér til að skrá

 
Stakur vallartími eru á 2.000 kr. (1,5 klukkutímar í senn).

Vallarpöntun tekin í síma 820-0825
 
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna