Skíði

1555605 10202830461632493 1517503601 n
Núna er 14-15 ára hópurinn við æfingar í Geilo í Noregi. Tóti þjálfari tók nokkrar myndir af krökkunum á æfingum en með þeim eru einnig skíðakrakkar frá Akureyri ásamt þjálfara sínum. 

 

altLandsliðsmaðurinn Brynjar Jökull Guðmundsson hóf keppnistímabil sitt á svigmóti í Käbdalis í Svíþjóð í dag þar sem hann endaði í 28. sæti.

Brynjar austurriki copySkíðamaðurinn Brynjar Jökull Guðmundsson var við æfingar með landsliðinu á Möltal jökli í Austurríki og var þar til 27.október. Stefán sem þjálfaði hjá Víkingum er með í för sem aðstoðarþjálfari.

2013 10508

Hilmar Svær Örvarsson skíðamaður úr Víking hefur verið við æfingar með öðrum fötluðum skíðamönnum frá nokkrum Evrópulöndum, í Austurríki. Hilmar skíðar á öðrum fæti og hefur æft með Skíðadeild Víkings undanfarin ár.

1400547 475985955849529 1536056079 o

Skíðadeild Víkings stendur fyrir árlegum skíðamarkaði með notaðan skíðabúnað, sunnudaginn 17. nóvember milli kl. 11:00 og 14:00. Markaðurinn verður í Víkinni, íþróttahúsi Víkings í Fossvogi.

skidakaffi verdlaun

Í dag var vetrarkaffi Skíðadeildar Víkings haldið í Víkinni. Þar voru veitt verðlaun fyrir mætingu og framfarir síðasta vetrar. Þeir sem hlutu verðlaun voru Guðbjörg Eva (9-11 ára, mæting/ástundun), Georg Fannar (12-13 ára, mæting/ástundun), Aníta Ýr (12-13 ára, framfarir), Jón Gunnar (14-15 ára, mæting/ástundun), María (14-15 ára, framfarir og Víkingameistari).

Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna