Viltu byrja að æfa

Allir eru hjartanlega velkomnir að æfa skíði með Skíðadeild Víkings.

Kostar ekkert að prófa.
Það er um að gera að koma og prófa nokkrar æfingar án þess að binda sig, það kostar ekkert.
Upplýsingar um æfingar er að finna hér.
Upplýsingar um þjálfara er að finna hér.
Einnig hægt að fá upplýsingar með því að senda línu á eða hafa sambandi við þjálfara.

Keppni & félagsskapur.
Það er lögð jöfn áhersla á íþrótta/keppnishluta starfsins og félagslega þáttarins. Það eru allir velkomnir að æfa með Skíðadeild Víkings, hvort sem stefnt er á að vinna til verðlauna á Andrésar Andarleikunum eða að hafa gaman af því að vera saman á skíðum og í skálaferðum.

Allir aldurshópar.
Margir krakkar byrja að æfa hjá Skíðadeild Víkings þegar þau byrja að skíða, aðrir byrja á unglingsárunum. Aldursskiptingin er eftirfarandi:

  • 8 ára og yngri
  • 9 - 11 ára
  • 12-13 ára
  • 14-15 ára
  • 16 ára og eldri

Æfingar allt árið um kring.

  • Á sumrin eru 13 ára og eldri iðkendum boðið upp á þrekæfingar. Farið er á línuskauta, hjólað og margskonar þrekæfingar útivið.
    • Þeir iðkendur sem eru í öðrum íþróttum yfir sumarið velja oft að sleppa sumaræfingum Skíðadeildarinnar.
  • Haustæfingar í íþróttasal Fossvogsskóla byrja um svipað leiti og skólinn byrjar. Yngri hóparnir fara í skemmtilega leiki og þeir eldri æfa þrekið til að vera í rétta forminu þegar snjórinn kemur.
  • Strax og skíðafæri gefst hefjast síðan eiginlegar skíðaæfingar, oft með ferðum út á land þar sem fyrsti snjórinn fellur.

Fjölskylduvæn íþrótt.
Öll fjölskyldan nýtur sýn í hollri útiverunni með frábærum félagsskap. Æðislegt að vera með börnunum í skálaferðum, keppnisferðum og ekki síst í útilegum á sumrin.

Skálaferðir.
Farnar eru nokkrar skálaferðir yfir veturinn og foreldrar/forráðamenn taka virkan þátt í skálaferðunum ef áhugi.

Nýr skáli.
Nýr skáli tekin í notkun veturinn 2008/2009. Sjá myndir teknar í nóv 2008 hér

Foreldrastarf.
Í Skíðadeild Víkings er afar öflugt og skemmtilegt foreldrastarf. Verkefni við allra hæfi fyrir þá sem hafa áhuga. Við erum svo heppin að margar hendur vinna létt verk. Dæmi um verkefni er rekstur sjoppu, aðstoða þjálfara í skíðabrekkunum, fararstjórn í keppnisferðir, fararstjórn í æfingarferðir erlendis, umsjón skálaferða, stjórnar og nefndarstörf og margt fleira spennandi sem gefur tilefni til að vera með frábærum krökkum.

Skíðakennsla fyrir foreldra.
Foreldrum hefur verið boðið upp á fría skíðakennslu yfir veturinn. Ýmist er um formlega kennslu að ræða eða foreldrar leita tilsagnar hjá hvor öðru þegar skíðað er um Bláfjöllin á meðan krakkarnir eru á æfingu.

Gönguskíði.
Eftir að skíðadeildin flutti úr Sleggjubeinsskarði í Hengli og yfir í Bláfjöll hafa foreldrar verið mjög duglegir að fara á gönguskíði í nágrenni nýja skíðaskálans á meðan krakkarnir eru á skíðaæfingu, oft eftir nokkrar salíbunur í Konginum á undan.

Skemmtilegar myndir úr starfi Skíðadeildar Víkings er að finna á flickr myndasíðunni.

Við í Skíðadeild Víkings vonumst til að sjá sem flesta krakka í skíðabrekkunum, komið endilega og prófið nokkrar æfingar og athugið hvernig þið fallið í frábæran hóp, krakkar og foreldrar/forráðamenn.

Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna