fristundakortimage002

left direction
right direction

Sjoppa


Leiðbeiningar fyrir sjoppuvakt

Foreldrum barna í skíðadeild Víkings er raðað niður á sjoppuvakt en foreldrafélagið rekur sjoppuna okkar í fjallinu. Foreldrafélagið styrkir börnin eftir bestu getu eftir afkomu sjoppunnar. Það eru vinsamleg tilmæli til þeirra sem standa sjoppuvakt hverju sinni, að þeir leggi til eitt brauð, skinku og ost til að selja heitar samlokur hverju sinni og/eða kleinur, snúða, eða það sem hverjum og einum hentar best. Takið afganginn með til baka. Þegar sjoppuvinnu lýkur þarf að ganga frá í skálanum og þrífa hann. Þurrka af borðum, sópa gólf og skúra ef þarf. Einnig þarf að fara yfir salerni. Við erum með sameiginlega salernisaðstöðu með ÍR og munu Víkingur og ÍRskipta með sér þrifum. Það hangir listi inn á salerni og inn í skála þar sem hægt er að sjá hvenær Víkingur á að að sjá um að þrífa salerni. Peningakassi er læstur inn í skáp, ásamt öllu öðru góssi. Ekki er hægt að borga með korti en hægt er að fá að skrifa það sem keypt er í sjoppu. Foreldrafélagið sér svo um að innheimta það.

  • Byrjið á því að hella upp á kaffi og hita vatn í kakó.
  • Hafið tilbúið heitt samlokugrill þegar krakkarnir koma inn í pásu.
  • Vöffludeig og tilheyrandi er inn í skáp og alltaf er gott að finna bökunarlykt á skálanum.
  • Þrífa skal rafmagnstæki eftir daginn og ganga frá öllu inn í skápa og læsa.