Knattspyrna

Vorfagnaður Víkings - fyrir Pepsi deildina - verður í Víkinni fimmtudagskvöldið 27/4 kl. 21. 
Húsið opnar kl. 19:00 leikur Man City-Man Utd á risaskjá. 
Ársmiðar til sölu. Léttar veitingar á vægu verði.

Fram til 31. maí n.k. verða öll tilboð af Víkingsvörum á vefnum, ekki í Macron Store. Með því að nota afsláttarkóðann „vor2017“ fá Víkingar 15% afslátt af öllum vörum inn á www.macron.is nema tilboðsvörum.

Sumardagurinn fyrsti var haldið hátíðlegur í Víkinni 20. apríl. Meistaraflokkur karla í fótbolta var á svæðinu og gátu allir sem vildu fengið mynd af sér með strákunum 

Margrét Sif Magnúsdóttir og Maggý Lárentsínusdóttir skrifuðu á dögunum undir tveggja ára samning við HK/Víking. Margrét Sif kom til félagsins síðasta sumar en þetta er fyrsta tímabil Maggýjar með HK/Víking.

Margrét Sif er 24 ára miðjumaður og hefur spilað yfir 60 leiki í efstu deild með FH og Haukum.

Maggý er 24 ára miðvörður og hefur spilað í efstu deild með FH og í 1.deildinni með Þrótti.

Það er HK/Víking mikið gleðiefni að þessir leikmenn hafi gengið til liðs við félagið og skrifað undir samning. Reynsla þeirra, karakter og kunnátta er afar dýrmæt í uppbygginginunni.

Áfram HK/Víkingur 

Eftirtaldir leikmenn Knattspyrnufélagsins Víkings hafa verið valdar á úrtaksæfingar U16 ára landsliðs kvenna sem fram fara 17. – 19. mars næstkomandi. Þjálfari liðsins er Dean Martin.

Daðey Ásta Hálfdánsdóttir

Arna Eiríksdóttir

Ísafold Þórhallsdóttir

María Björg Marínósdóttir

Til hamingju stelpur og gangi ykkur vel 

Áfram Víkingur !! 

PEPSI deild karla 2018 – Ársmiðar á heimaleiki Víkings

Sala ársmiða á heimaleiki meistaraflokks karla í Pepsi-deildinni er hafin. Forsala á ársmiðum stendur yfir til 15. apríl. Á þeim tíma er hægt að nálgast miða með allt að 27% afslætti.

Með rafrænni sölu miða er nú hægt að bjóða gestum að velja sér númeruð sæti, en fram til þessa hefur verið frjálst sætaval á leikjum í Pepsi deildinni í Víkinni. Stuðningsmenn Víkings sem kaupa ársmiða eða eru félagar í Víkingasveitinni fá forgang um að velja númeruð sæti í áhorfendastúkunni á heimaleikjum félagsins.

Ársmiðasla | Pepsi deild karla 2018

 

Eftirfarandi tegundir miða eru í boði:

  1.            Heimaleikjakort – Þetta gamla góða!   

Heimaleikjakortið gildir á alla 11 heimaleiki Víkings í Pepsi deild karla 2018. Korthafar fá fimm fría leiki miðað við almennt miðaverð, sem er 2.000 kr.

Verð kr. 16.500 – Forsöluverð kr. 12.000.  

 

  1.            Fjölskyldumiði – Fyrir alla fjölskylduna!

Fjölskyldumiði er ný tegund ársmiða og gildir á alla 11 heimaleiki Víkings í Pepsi deild karla 2018. Ársmiðinn gildir fyrir 2 fullorðna og allt að 4 börn yngri en 20 ára.

Verð kr. 26.500 – Forsöluverð kr. 20.000. 

 

  1.            Silfurmiði – Létt hressing í hálfleik!       

Silfurmiði er ný tegund ársmiða sem gildir á alla heimaleiki Víkings í Pepsi deild karla. Miðinn veitir aðgang að kaffiveitingum í Berserkjakjallaranum í hálfleik þar sem boðið verður upp á kaffiveitingar og sódavatn.

Verð kr. 25.500 – Forsöluverð kr. 19.000

 

  1.            Gullmiði – Matur og bolti!

Gullmiði gildir á alla heimaleiki Víkings í Pepsi deild karla. Gullmiðinn árið 2018 verður á lægra verði en í fyrra og meira verður innifalið með þessum miða. Nýi Gullmiðinn veitir bæði aðgang að veitingum fyrir leik og í hálfleik í Berserkjakjallaranum.

Fyrir leik er boðið upp á bjór og Serrano og í hálfleik verður boðið upp á kaffiveitingar og sódavatn.

Verð kr. 32.000 – Forsöluverð kr. 25.000

 

  1.            VIP-miði – Fyrir þá allra hörðustu!

VIP miði gildir á alla heimaleiki Víkings í Pepsi deild karla og veitir auk þess aðgang í Hátíðarsalinn klukkustund fyrir leik og í hálfleik. 

Fyrir leik er boðið upp á létta rétti og snittur frá Múlakaffi og bjór frá Víking. Í hálfleik er boðið upp á bjór og kaffi.

Verð kr. 60.000 – Forsöluverð kr. 54.000

 

Ársmiðasla | Pepsi deild karla 2018

-----------

Pepsi-deild karla 2018: Heimaleikir Víkings

Umferð Leikdagur            Klukkan Heimalið              Gestir

1             lau. 28. apríl       18:00     Víkingur               Fylkir

2             mán. 7. maí        19:15     Víkingur               Valur

4             fös. 18. maí         19:15     Víkingur               Grindavík

6             sun. 27. maí        17:00     Víkingur               Fjölnir

8             lau. 9. júní           14:00     Víkingur               ÍBV

12           mán. 16. júlí       19:15     Víkingur               Keflavík

14           sun. 29. júlí         19:15     Víkingur               Stjarnan

16           mán. 13. ágúst  18:00     Víkingur               Breiðablik

18           lau. 25. ágúst     16:00     Víkingur               KA

20           sun. 16. sept      14:00     Víkingur               FH

22           lau. 29. sept       14:00     Víkingur               KR

TVG ZIMSEN logo prufa2
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna