Knattspyrna

Á nýafstöðnum aðalfundi barna og unglingaráðs í knattspyrnu urðu breytingar á stjórn BUR, inn koma  tveir nýjir fulltrúar  og um leið fara tveir fulltrúar út. Ingvar Ingasson sem nýr formaður og Bergrún Elín Benediktsdóttir.

Aðalfundur knattspyrnufélagsins Víkings verður haldinn í Víkinni kl. 18:00 fimmtudaginn 22. Júní.

Dagskrá aðalfundar félagsins

1. Kosning í þriggja (3) manna í kjörbréfanefnd.

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

3. Skýrsla aðalstjórnar, er leggur fram heildarskýrslu um starfsemi og framkvæmdir á vegum félagsins á liðnu starfsári.

4. Skýrsla um fjárhag félagsins þar sem lagður er fram til samþykktar endurskoðaður efnahags- og rekstrarreikningur félagsins í heild.

5. Tillögur að lagabreytingum lagðar fram til samþykktar.

6. Kosning formanns til eins árs.

7. Kosning þriggja (3) manna í stjórn til tveggja ára og eins (1) í varastjórn til tveggja ára.

8. Kosning tveggja (2) skoðunarmanna.

9. Önnur mál.

Allir félagar í Víkingi geta setið aðalfund sem áheyrnarfulltrúar með málfrelsi og tillögurétt.

Atkvæðisrétt hafa eftirfarandi fulltrúar sem eru skipaðir af stjórn hverrar deildar eða ráðs:

20 fulltrúar knattspyrnudeildar.

15 fulltrúar handknattleiksdeildar.

6 fulltrúar skíðadeildar.

5 fulltrúar borðtennisdeildar.

6 fulltrúar fulltrúaráðs.

5 fulltrúar tennisdeildar.

5 fulltrúar karatedeildar.

5 fulltrúar almenningsdeildar.

HK/Víkingur - Víkingur Ó Þriðjudaginn 6.júní klukkan 19:15. 

Allur ágóði af miðasölu rennur til Samiru Suleman leikmanns Víkings Ó.

Margrét Eva Sigurðardóttir leikmaður HK/Víkings var valin í U19 landslið til að spila fyrir hönd Íslands í milliriðli EM 2017.

Riðillinn verður spilaður í Þýskalandi 7. - 12. júní.

HK/Víkingur er ákaflega stolt af að eiga fulltrúa í þessum flotta hópi og við óskum henni innilega til hamingju 

Knattspyrnudeild Víkings hefur samið við Bjarna Guðjónsson um að starfa sem aðstoðarþjálfari við hlið Loga Ólafssonar næstu tvö árin.

HK/Víkingur gerði góða ferð upp á Skaga á laugardag, vann ÍA 2-1 í hörkuspennandi leik í uppgjöri tveggja taplausra liða.

TVG ZIMSEN logo prufa2
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna