Knattspyrna

Meistaraflokkur kvenna lék til úrslita í C keppni Lengjubikarsins 1. maí á Akureyri á móti Hömrunum. Öruggur sigur vannst 3-0. Fyrsta markið skoraði Laufey Elísa Hlynsdóttir á 35. mínútu, það næsta var sjálfsmark rétt fyrir hálfleik á 43. mínútu og svo það síðasta skoraði Linda Líf Boama á 50. mínútu.

Vorfagnaður Víkings - fyrir Pepsi deildina - verður í Víkinni fimmtudagskvöldið 27/4 kl. 21. 
Húsið opnar kl. 19:00 leikur Man City-Man Utd á risaskjá. 
Ársmiðar til sölu. Léttar veitingar á vægu verði.

Fram til 31. maí n.k. verða öll tilboð af Víkingsvörum á vefnum, ekki í Macron Store. Með því að nota afsláttarkóðann „vor2017“ fá Víkingar 15% afslátt af öllum vörum inn á www.macron.is nema tilboðsvörum.

Sumardagurinn fyrsti var haldið hátíðlegur í Víkinni 20. apríl. Meistaraflokkur karla í fótbolta var á svæðinu og gátu allir sem vildu fengið mynd af sér með strákunum 

Margrét Sif Magnúsdóttir og Maggý Lárentsínusdóttir skrifuðu á dögunum undir tveggja ára samning við HK/Víking. Margrét Sif kom til félagsins síðasta sumar en þetta er fyrsta tímabil Maggýjar með HK/Víking.

Margrét Sif er 24 ára miðjumaður og hefur spilað yfir 60 leiki í efstu deild með FH og Haukum.

Maggý er 24 ára miðvörður og hefur spilað í efstu deild með FH og í 1.deildinni með Þrótti.

Það er HK/Víking mikið gleðiefni að þessir leikmenn hafi gengið til liðs við félagið og skrifað undir samning. Reynsla þeirra, karakter og kunnátta er afar dýrmæt í uppbygginginunni.

Áfram HK/Víkingur 

Eftirtaldir leikmenn Knattspyrnufélagsins Víkings hafa verið valdar á úrtaksæfingar U16 ára landsliðs kvenna sem fram fara 17. – 19. mars næstkomandi. Þjálfari liðsins er Dean Martin.

Daðey Ásta Hálfdánsdóttir

Arna Eiríksdóttir

Ísafold Þórhallsdóttir

María Björg Marínósdóttir

Til hamingju stelpur og gangi ykkur vel 

Áfram Víkingur !! 

Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna