Knattspyrna

HK/Víkingur gerði góða ferð upp á Skaga á laugardag, vann ÍA 2-1 í hörkuspennandi leik í uppgjöri tveggja taplausra liða.

Logi Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Víkings.

Stjórn Knattspyrnudeildar Víkings lýsir yfir ánægju með að fá Loga til starfa. Að fá þjálfara með svo mikla reynslu og þekkingu á íslensku deildinni er mikill fengur fyrir félagið, leikmenn og stuðningsmenn. 

Fréttabréf Víkings er komið út. 

Maí/júní blaðið er að vonum fullt af efni og af nógu að taka í fréttum frá félagsmönnum. 

Blaðið kemur nú út í 3 skipti á árinu. 

Í blaðinu að þessu sinni má finna fréttir af meistaraflokkum félagsins og jafnframt yngri flokkum. 

Góður árangur hjá yngri flokkum á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu. 

60 ár liðin frá því fyrstu lög fulltrúaráðs Víkings voru sett. Myndir og umfjöllun um sumardaginn fyrsta og Cheerios mót Víkings ofl. 

Þú getur nálgast blaðið með því að klikka hér 

 

Áfram Víkingur!!

 

Vikingur frettabref 3. tbl. 5. arg.

Pepsi-deildin 4. umferð

Næsti leikur Víkings er gegn Breiðablik á morgun sunnudaginn 21. maí og hefst klukkan 19.15. Stuðningsmenn eru hvattir til að mæta tímanlega til að komast hjá biðröð. Við kveikjum á grillinu klukkutíma fyrir leik þar sem Kjartan grillar ljúffenga Víkings hamborgara. Mætum með fjölskylduna og styðjum Víking.

Takk fyrir komuna á Cheerios mót Víkings 2017 

Við viljum þakka öllum þeim sjálfboðaliðum, starfsmönnum, þjálfurum og öllum þeim sem komu að mótinu fyrir þeirra þátttöku, án ykkur hefði þetta ekki verið hægt. 

Núna er hægt að nálgast myndir frá bæði laugardegi og sunnudegi með því að klikka hér

Hlökkum til að sjá ykkur á næsta ári ;)

Áfram Víkingur !! 

34174782480 254b803615 o

 

Knattspyrnuskólinn er fyrir krakka á aldrinum 5-13. Námskeiðin eru ýmist kl. 9-12 eða kl. 9-16. Boðið er upp á gæslu frá kl. 8-9 og frá 16-17 og er það innifalið í gjaldinu.

Hópnum er skipt upp eftir aldri og þannig reynt að koma til móts við þarfir hvers hóps fyrir sig. Eftir hádegi verður farið í hjólaferðir, ratleiki og margt fleira.
Kennarar við skólann eru íþróttakennarar að mennt og/eða reyndir og sérmenntaðir í sinni íþrótt.

Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna