Tíu ára sigurganga

Frá stofnun félagsins árið 21.apríl árið 1908 til 16.apríl árið 1918 lagði Víkingur alla andstæðinga sína að velli að einum leik undanskildum, en þá varð jafntefli. Víkingar skoruðu 58 mörk í þessum leikjum gegn 16 mörkum andstæðinga sinna, hlutu 29 stig, andstæðingarnir aðeins eitt. Auk skráðra opinberra kappleikja léku Víkingar allmarga leiki gegn Fótboltafélagi Miðbæinga á fyrstu fimm árum félagsins. En hversvega urðum við Víkingar ekki Íslandsmeistarar á þessum árum? Svarið er einfalt. Liðið var of ungt til að etja kappi við follorðna knattspyrnumenn.

Víkingur lék sinn fyrsta leik á Íslandsmóti í knattspyrnu 9.júní 1918 þar sem liðið sigraði Val glæsilega 5-0. Tveim árum síðar var fyrsti Íslandsmeistaratitill Víkings í höfn, og árið 1924 vannst hann í annað sinn.

TVG ZIMSEN logo prufa2
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna