fristundakortimage002

left direction
right direction

Jó­hann­es Tryggva­son fram­kvæmda­stjóri og heiðursfélagi Knattspyrnufélagsins Víkings lést á Land­spít­al­an­um laug­ar­dag­inn 4. mars, 71 árs að aldri,

17155750 10154079944943239 8327900482093607952 nJó­hann­es Tryggva­son fram­kvæmda­stjóri og heiðursfélagi Knattspyrnufélagsins Víkings lést á Land­spít­al­an­um laug­ar­dag­inn 4. mars, 71 árs að aldri, en hann var fædd­ur 5. des­em­ber 1945.

Jó­hann­es gekk æv­in­lega und­ir nafn­inu Dengsi og árið 1987 stofnaði hann skilta­gerðina og heild­versl­un­ina Dengsa ehf., sem sett hef­ur upp og þjón­ust­ar fjölda veltiskilta á höfuðborg­ar­svæðinu. Framsýni Dengsa var mikil og var hann forsvarsmaður þess að Víkingur fékk stað fyrir veltiskilti á horni Bústaðavegar og Breiðholtsbrautar (við Sprengisand). Skiltið skilar enn í dag félaginu miklum tekjum.

Jó­hann­es starfaði mikið fyr­ir Knatt­spyrnu­fé­lagið Vík­ing, sat í mörg­um stjórn­um og var heiðurs­fé­lagi í Vík­ingi. Hann lék um 100 leiki með meist­ara­flokki fé­lags­ins í knatt­spyrnu og lék einnig hand­knatt­leik með meist­ara­flokki fé­lags­ins. Hann starfaði öt­ul­lega með skíðadeild Vík­ings á árum áður og var liðtæk­ur kylf­ing­ur. Hann lét það ekki aftra sér við íþróttaiðkun þótt hann hefði misst hand­legg við öxl í vinnu­slysi þegar hann var ell­efu ára gam­all.

Eig­in­kona Jó­hann­es­ar er Mar­grét Krist­ins­dótt­ir kenn­ari, sem starfaði lengst af í Foss­vogs­skóla. Börn þeirra eru Svein­björn, Ína Rós, Karólína og Krist­ín Dag­mar. Barna­börn­in eru átta.

Knattspyrnufélagið Víkingur sendir fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur.

 

hnappur aefingataflahnappur aefingagjoldhnappur fotboltamothnappur vikingasveitin svarthnappur thjalfararhnappur stefna knattspd