fristundakortimage002

left direction
right direction

Knattspyrna| Víkingur semur við Milos Ozegovic og Muhammed Mert

20170217 174456Knattspyrnudeild Víkings hefur samið við erlendu leikmennina Milos Ozegovic og Muhammed Mert um að leika fyrir félagið næsta sumar. 

Ozegovic er 24 ára serbneskur varnarsinnaður miðjumaður sem kemur til liðsins frá Radnicki Pirot. Hann á að baki 8 leiki í efstu deild í Serbíu og 65 leiki í næst efstu deild.

Mert er belgískur framliggjandi miðjumaður af tyrkneskum uppruna. Hann á að baki 6 leiki fyrir U15 og U16 ára landslið Tyrklands og 9 leiki fyrir U16, U17 og U18 ára landslið Belgíu. Hann er uppalinn hjá Belgísku félaginu KRC Genk en einnig á hann að baki leiki fyrir Fortuna Sittard og NEC Nijmegen í Hollandi.

Knattspyrnudeild Víkings býður þessa leikmenn velkomna og væntir þess að þeir verði góður liðsstyrkur fyrir sumarið sem er framundan.

 

hnappur aefingataflahnappur aefingagjoldhnappur fotboltamothnappur vikingasveitin svarthnappur thjalfararhnappur stefna knattspd