Knattspyrna

Ekki einasta fór Björk Björnsdóttir markvörður HK/Víkings fyrir sínu liði um síðustu helgi þegar það landaði deildarmeistaratitili og tryggði sér um leið sæti í úrvalsdeild á næsta keppnistímabili heldur gekk Björk til liðs við 100 leikjaklúbbinn sem leikmenn sem leikið hafa meira en 100 leiki með meistaraflokki kvenna skipa

Björk hóf feril sinn í meistaraflokki í Fylki 2007 eftir viðkomu í Breiðabliki er hún flutti suður yfir heiðar frá Akureyri þar sem hún sleit barnsskónum. Í Fylki lék hún í fimm ár meðal annars undir stjórn föður síns Björns Kr. Björnssonar sem var þjálfari HK/Víkings 2013, eitt ár var hún svo í Noregi, annað í Val og gekk svo til liðs við HK/Víking 2014 og hefur nú leikið með HK/Víkingi í fjögur ár og verið fyrirliði liðsins síðari árin tvö. Í þrígang hefur hún staðið vaktina í markinu í baráttunni við að komast upp um deild og nú í fjórðu tilraun tókst það og það með þessum glæsibrag sem titli fylgir. Sómi af svo flottum fyrirliða sem Björk er.

TVG ZIMSEN logo prufa2
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna