Forsíðan
Íþróttaskóli Víkings 2018 | Skráning er hafin
Skráning fyrir næsta námskeið sem hefst laugardaginn 3. febrúar
Á vegum Knattspyrnufélagsins Víkings er starfræktur Íþróttaskóli barnanna sem ætlaður er börnum á aldrinum 2-5 ára. Þar fer fram fjölbreytt og áhugaverð dagskrá þar sem haft er að leiðarljósi að efla skyn- og hreyfiþroska barnanna ásamt því að kenna þeim að vinna með öðrum, umgangast aðra og taka tillit hvort til annars. Íþróttaskólinn fer fram laugardag
 
Vornámskeið 2018 
Hópnum er iðulega skipt í tvennt: 
 
Börn fædd 2014 - 20015 kl. 9:30
Börn fædd 2013 - 2012 kl. 10:30
 
Fyrsti tími 2018 er 3. febrúar 

Íþróttaskóli barnanna fer fram á laugardögum í íþróttasal Réttarholtsskóla við Réttarholtsveg.

Mælt er með að börnin mæti berfætt eða í sokkum með stjörnum undir svo þau nái sem bestu gripi á gólfinu og renni ekki. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að taka þátt í tímunum og vera börnunum til aðstoðar t.d. í áhaldahringjum og við klifur. Ef barn er óöruggt á einhvern hátt (skortir kjark eða færni) þarf líka að styðja það vel í upphafi og draga sig síðan í hlé þegar færnin verður meiri og sjálfstraust eykst. 

Aðstaða er til fataskipta sé þess óskað. 
Skráning og greiðsla er hér að neðan. 

SKRÁNING

Verð fyrir námskeiðið er kr.12.500 kr fyrir 10 tíma.

Að venju fá börnin boli merkta skólanum og Víkingi. 

Aðeins er pláss fyrir 40 börn í hvoru námskeiði. 
Hægt er að ganga frá greiðslu og skráningu hér á netinu. SKRÁNING

Kennarar í Íþróttaskóla barnanna eru þær Maríanna Þórðardóttir og Fríður María Halldórsdóttir íþróttafræðingar. 
Hægt er að fá nánari upplýsingar um Íþróttaskóla barnanna í Víkinni í síma 519-7600 eða með því að senda tölvupóst á 

 

Beltapróf | Karate
Beltapróf Karatedeildar Víkings verður föstudaginn 15. desember í æfingartímanum. Þetta er jafnframt síðasta æfingin fyrir jól, æfingar hefjast aftur í janúar í Breiðagerðisskola.
 
Karatedeild Víkings óskar öllum gleiðilegra jóla og farsældar á nýju ári. 
 
 
Jólahappadrætti Víkings 2018

Kæru Víkingar,

Árlegt jólahappdrætti Víkings er komið af stað og munu iðkendur í yngri flokkum félagsins ganga í hús í öllu Víkingshverfinu á næstu dögum. Við biðjum fólk að taka vel á móti þeim og kaupa miða en með því styrkið þið bæði félagið beint og líka þann sem er að selja því þetta er jafnframt fjáröflun fyrir þá aðila.

Happdrættið er sérlega veglegt þetta árið og vinningar glæsilegir, má þar nefna Amerískt heilsurúm frá Betra Bak,  fjallahjól frá GÁP,  Big Easy grill og margt fleira en vinningarnir eru að verðmæti tæplega 1.000.000 kr.

Aðeins er dregið úr seldum miðum og vinningslíkur því verulegar. Miðaverð er kr. 1.500 

Taktu á móti sölufólki okkar með jólaskapinu – keyptu miða .

Víkingsjólakveðja.

Verður Víkingaklappið tekið á Mercedes-Benz JuniorCup?

Víkingi var á dögunum boðið að senda U19 ára lið félagsins til keppni á hið þekkta Mercedes-Benz JuniorCup innanhúss mót sem haldið verður í nágrenni Stuttgart 5. og 6. janúar næstkomandi, en mótshaldarar sjá alfarið um að greiða flug og gistingu fyrir 16 manna hóp Víkings.

Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna