Handbolti

Ægir Hrafn Jónsson og Víglundur Þórsson báðir hafa framlengt samninga sína við handknatltleiksdeild Víkings.

2.flokkur Víkings lék um helgina til úrslita á Íslandsmótinu og tapaði eftir hetjulega baráttu 25-22 fyrir Fram. Stákarnir byrjuðu leikinn mun betur og komust m.a. í 4-0 og héldu því forskoti þar sem staðan var 11-15 fyrir Víking í hálfleik. Eitthvað fór pásan illa í okkar menn, því á fyrstu 15 mín. skoruðu Framarar 8 mörk gegn aðeins 1 marki Víkings og breyttu stöðunni í 19-16 sér í vil. Liðin skiptust síðan á að skora og gekk Víkingum illa að minnka munin sem endaði eins og áður sagði 25-22 fyrir Fram og óskum við þeim til hamingju með frábært tímabil þar sem þeir unnu alla þá titla sem í boði voru. 

Markaskor Víkinga var eftirfarandi :
Logi Ágústson 6, Birgir Már Birgisson 5, Magnús Karl Magnússon 5, Arnar Gauti Grettisson 2, Arnar Huginn Ingvarsson 1, Arnór Guðjónsson 1, Hjalti Már Hjaltason 1, Einar Baldvin Baldvinsson 1

Árangur 2.flokks í vetur er áhugaverður og geta Víkingar verið stoltir af þessum framtíðarleikmönnum, sem margir hverjir léku einnig lykilhlutverk í meistarflokki í vetur. Þessi flokkur var stofnaður aftur á síðasta leiktímabili eftir margra ára hlé og enda vetur í 2.sæti í deildinni, ásamt því að ná alla leið í úrslitaleikinn er frábær árangur. 

Picture1

Efri röð f.v. : Ægir Hrafn Jónsson aðstoðaþjálfari, Birgir Georgsson liðsstjóri, Finnur Malmquist, Brynjar Kári Kolbeinsson, Bjartur Heiðarsson, Arnar Gauti Grettisson, Einar Balvin Baldvinsson, Hjalti Már Hjaltason, Magnús Karl Magnússon, Gunnar Gunnarsson þjálfari, Margrét Ársælsdóttir sjúkraþjálfi
Neðri rö f.v. Jóhannes Bjarki Birkisson, Birgir Már Birgisson, Logi Ágústsson, Styrmir Steinn Sverrisson, Arnar Steinn Arnarsson, Arnór Guðjónsson, Arnar Huginn Ingason

Strákarnir í 2.flokk spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í 2.flokki karla. Strákarnir mæta Fram næsta laugardag í Fylkishöllinni klukkan 16:00. Mætum að styðjum strákana til sigurs. 


Áfram Víkingur ⚫️?⚫️?

 

18425428 10154257799253239 6625330135744876810 n

Strákarnir í 2.flokki karla eru komnir í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sigur á Val í gær 22 – 19.

Strákarnir voru ákveðnir frá byrjun að landa góðum sigri gegn sterku Valsliði en nokkrir af þeirra leikmönnum hafa verið í Evrópuhóp Valsmanna.

Handboltaskóli Víkings 2017 fer fram 8. - 18. ágúst og er fyrir krakka á aldrinum 5 - 12 ára. Hópnum er skipt upp eftir aldri og þannig reynt að koma til móts við þarfir hvers hóps fyrir sig.

Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og unnið verður í undirstöðuatriðum handboltans.

Börn fædd 2006-2011 (8,7,6 flokkur)
Námskeiðið er frá kl. 9-12.

Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og unnið verður í undirstöðuatriðum handboltans.

Verð: (miðast við tveggja vikna námskeið)

Hálfur dagur kr. 11.000                 

                                                                                            
Skráning hefst fimmtudaginn 10. maí og fer fram á www.vikingur.felog.is   Við skráningu þarf að ganga frá greiðslu. Hægt er að nýta sér frístundastyrk, nauðsynlegt er að nota íslykil eða rafræn skilríki við innskráningu.

Allar nánari upplýsingar um námskeið á vegum Víkings er hægt að fá í síma 519 7600 milli kl. 9:00 -16:00 og í gegnum tölvupóst,   

Undanúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn.

Liðin lentu í 2 og 3 sæti í deildinni og hafa leikir liðanna í vetur hafa báðir endað með jafntefli, því má búast við hörkuleik á þriðjudaginn. Strákarnir eru staðráðnir í því að koma sér í úrslitin og því þurfa þeir á þínum stuðningi á að halda. 

leikurinn hefst klukkan 20:00 og er í Víkinni !! 
Fyllum stúkuna og komum okkur í úrslitaleikinn. 
ÁFRAM VÍKINGUR!

Facebook event 

https://www.facebook.com/events/1930552350556906/ 

16107486 1304316712924216 1083067389994135003 o

TVG ZIMSEN logo prufa2
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna