Handbolti
Handknattleiksdeild Víkings hefur ráðið þýskan þjálfara fyrir 3. flokk kvenna, Daniel Muller að nafni. Hann er 34 ára gamall og æfði og lék handbolta fram eftir aldri eða þar til hann varð að hætta vegna meiðsla.

Muller hóf að þjálfa þegar hann var 17 ára gamall og hefur þjálfað yngri flokka bæði karla og kvenna. Síðustu 6 árin hefur hann þjálfað meistarflokk kvenna og verið aðstoðarþjálfari karla hjá TVS Weibern. Kvennaliðið hefur spilað í 2. deild en karlaliðið í 4 deild.

Daniel var aðstoðarmaður Aðalsteins Eyjólfssonar, núverandi þjálfara Fylkis, þegar hann þjálfaði í Þýskalandi og kemur hann til landsins fyrir milliigöngu Aðalsteins. Daniel mun að hluta til aðstoða Aðalsteinn hjá Fylki og er því samstarfsverkefni að ræða hjá félögunum sem ætti að styrkja þau bæði. Við vonumst eftir því að koma þjálfara af þessum gæðum eigi eftir að lyfta kvennastarfinu á hærra plan og hlökkum mikið til að starfa með Daniel á komandi vetri. Við erum handvissir um að hann muni undirbúa okkar framtíðar meistaraflokksleikmenn fyrir áttök komandi ára.

Andri Núma sem þjálfaði 3 flokk kvena í fyrra hefur verið að halda stelpunum við efnið en fyrsta æfing Daniel er þann 25. ágúst. Andri mun starfa áfram við þjálfun hjá félaginu en hann verða yfirþjálfari yngstu flokkanna (6-8 flokk) og hjálpar þjálfurunum að búa til framtíðarleikmenn Víkings.
Berglind Halldórsdóttir, fyrirliði unglingaflokks, segir að það hafi auðvitað verið frábært að vinna deildarmeistaratitil í handbolta og að stelpurnar hafi unnið fyrir þessu á æfingum og leikjum í allan vetur. Því eigi þær titilinn sannarlega skilið!

 • Hver var munurinn á liðinu á þessu tímabili og því síðasta? Það sáust gríðarlegar framfarir á ykkur í vetur.
  Í fyrra vorum við náttúrulega mjög fáar á æfingum og lítið hægt að spila liðið saman. Eiginlega einu skiptin sem við náðum að spila var í leikjum. Núna náum við að spila á æfingum og erum orðnar helmingi betri í því að spila saman góðann og alvöru handbolta. Höfum bætt okkur um u.þ.b. 300 mörk í markatölu síðan í fyrra!
 • Sátt við tímabilið? hvað var best og hvað var verst?
  Ég er mjög sátt við tímabilið. Best var náttúrulega að vinna deildarbikarinn. Svo var líka gaman þegar við spiluðum vel í leikjum með alvöru baráttu, sem var auðvitað oftast;) Verst var að tapa þessum 3 leikjum sem við töpuðum.
 • Hvernig var mórallinn í liðinu í vetur?
  Mjög góður. Séstaklega núna í endann þegar við erum allar búnar að kynnast betur. Það er ekki hægt að vera í liði þar sem mórallinn er ekki góður, þá verður maður pirraður eftir æfingar og nennir þessu ekki lengur. Þetta er mjög fljölbreyttur og opinn hópur og ég held að hver sem er gæti passað þarna inn. Frábærar stelpur!
 • Er stefna sett á að halda áfram að bæta sig fyrir næsta tímabil? Á ekki að vinna fyrstu deildina næst?
  Auðvitað stefnir maður alltaf á að bæta sig. Það munaði littlu að við enduðum í 1.deild í vetur og við erum ákveðnar í því að komast í hana á næsta tímabili.
 • Hvar verður þú stödd eftir 10 ár? Húsvörður í Víkinni miðað við hvað maður eyðir miklum tíma þarna.
 • Er framtíðin björt í víkinni?
  Með hækkandi sól ætti að fara að birta til.
 • Verður þú fyririliði meistarflokks víkings í framtíðinni?
  Ég held að það sé nú ekki mitt að svara því.
 • Eitthvað að lokum?
  Það væri skemmtilegt að sjá fleirri stelpur á æfingum í handboltanum hjá Víking;)


Víkingur leikur á meðal bestu liða landsins á næstu leiktíð í handknattleik karla eftir 35:30-sigur liðsins gegn ÍR í úrslitaleik um 2. sætið í 1. deild. Liðið fylgir því FH eftir upp úr næst efstu deild.

Leikurinn byrjaði með mínútu þögn til minningar um Örn Guðmundsson sem lést fyrir skömmu.
Það var stefnan að kynna leikinn vel til þess að fá Víkinga til að fjölmenna og styðja liðið til að komast upp um deild og Víkingar eiga hrós skilið fyrir frábæra mætingu í kvöld. Alls mættu 1100 gestir í Víkina sem er það mesta á deildarleik á þessari leiktíð þegar N1 deildin er tekin með sem er magnað til hamingju Víkingar. Einnig er gaman að sjá gamla leikmenn úr sigursælu liði Víkings á árum áður eins og Kristján Sigmundsson, Karl Þráinsson og Bjarka Sigurðsson ásamt mörgum öðrum.

Leikurinn var frábær skemmtun fyrir þá 1100 áhorfendur sem mættu, það var leikinn hraður handbolti, með flottum tilþrifum og áhorfendur vel með. Fyrri hálfleikur var jafn lengst af í fyrri hálfleik og mikið skorað ekki mikið um markvörslu og varnir liðana ekkert sérlega góðar.
Í seinni hálfleik hafði Reynir Þór þjálfari Víkings sett Erling í markið sem fór að verja og Víkingar náðu að auka forskotið jafnt og þétt og má segja að skiptingin um markvörð hafi verið einn af vendipuntunum í leiknum.

Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var sigurinn innan seilingar og leikmenn héldu haus og kláruðu verkefnið Víkingur í efstu deild á næsta tímabili.Síðustu tvær mínútur leiksins voru áhorfendur staðnir upp og sungu, klöppuðu og fögnuðu að Víkingar væru komnir aftur meðal þeirra bestu. Leikmenn vilja koma þökkum til allra þeirra sem mættu í kvöld og vonast til að sjá sem flesta á næsta tímabili.

Nú lætur Reynir Þór Reynisson af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla og vil Víkingur þakka honum fyrir frábært samstarf og vonast til að sjá hann á leikjunum liðsins
Handknattleiksdeild Víkings hefur ráðið Róbert Sighvatsson sem aðalþjálfara meistarflokks karla og 2. flokks en honum til aðstoðar höfum við ráðið Guðmund Hrafnkelsson leikjahæsta landsliðsmann Íslands og hann mun einnig stjórna markmannsþjálfun félagsins.

Róbert byrjaði sinn ferill hjá okkur í Víkingi en fór ungur til atvinnumennsku er hann spilaði fyrir UMFA. Róbert spilaði í 12 ár í Þýskalandi og endaði sinn ferill hjá Wetzlar sem hann þjálfaði á sínu lokaári hjá þeim. Feril Guðmundar þekkja allir handboltaáhugamenn en meðal annars spilaði hann sem atvinnumaður á Ítalíu og Þýskalandi. Báðir hafa þeir spilað í mörg ár fyrir Íslands hönd en samanlagt hafa þeir yfir 600 landsleiki að baki.

Við í stjórn deildarinar vonumst eftir miklu af Róberti og Guðmundi á komandi árum og teljum að við séum búnir að finna réttu þjálfarana til að þróa okkar unga lið áfram á komandi keppnistímabili.

Það er einnig von okkar að allir stuðningmenn Víkings hjálpi okkur að koma okkar liði í fremstu röð á komandi árum með því að hjálpa til, mæta á völlinn og styðja okkar lið til sigurs.

Fyrir hönd stjórnar.
Davíð
TVG ZIMSEN logo prufa2
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna