Handbolti

Það var mikið fjör í Víkinni þann 20. janúar síðastliðinn. Handboltaiðkendur ásamt fleiri krökkum hittust í Víkinni og horfðu á Ísland - Noregur. Vel yfir 100 krakkar komu og áttu magnaða stund saman enda leikurinn frábær skemmtun og sér í lagi fyrir okkur hér á Fróni. Boðið var upp á drykki og ýmislegt góðgæti sem spillti nú ekki fyrir því sem koma skyldi. Það var fljótt ljóst að ekki var mögulegt að koma öllum fyrir í einum sal og var því brugðið á það ráð að horfa á leikinn í tveimur sölum, uppi og niðri. Meðan á leik stóð heyrðist svo vel í mannskapnum að mátti sjá hljóðbylgjurnar streyma út um glufur á húsi í regnbogans litum. Strákarnar okkar voru heldur betur að gera góða hluti. Þeir létu vel til sín taka í leiknum og eru þvílíkt að slá í gegn svo um munar. Það heyrðist úr hverju horni að leik loknum, að ekki væri spurning um neitt annað en heimsmeistaratitil. Að leik loknum fóru allir úttroðnir af góðgæti, glaðir í bragði, með særindi í hálsi og með mikla eftirvæntingu fyrir næsta leik. Feiri myndir eru hér.

Kveðja,

Barna- og unglingaráð handboltadeildar,

Emil, Kristján, Soffía og Svanur

Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna