Handbolti


Óhætt er að segja að það hafi eitthvað annað en festa og stöðugleiki einkennt stöðu handboltans hjá Víking á undanförnum árum. Núverandi vetur er sá fyrsti síðan Róbert tók við liðinu sem hann hefur ekki þurft að púsla saman nýju liði að stærstum hluta til í upphafi hverrar leiktíðar. Vorið 2010 fóru níu leikmenn frá félaginu og leiktíðina á eftir mynduðu strákarnir sem voru að koma upp úr 2. flokk uppistöðu liðsins. Liðið sýndi góðan stíganda í fyrravetur og skilaði því sem hægt var að búast við. Miklu munar að þurfa ekki að eyða upphafi leiktíðarinnar í að kynnast mörgum nýjum leikmönnum og láta leikmenn kynnast innbyrðis. Því er ákveðinn stöðugleiki undirstaða þeirrar framþróunar sem er nauðsynleg til að geta byggt ofan á það sem fyrir er og þokað málum áfram. Nokkrir strákar bættust við í haust sem eru góð viðbót við þá sem fyrir voru en kjarninn er sá sami og var í fyrra. Það er rétt að halda því til haga að einir sex leikmenn meistraflokks hafa alist upp hjá Víking gegnum alla yngri flokkana og hafa því spilað undir merkjum félagsins á annan áratug.


Róbert er sáttur við andann í hópnum og vilja leikmanna til að leggja sig fram. Róbert segist ekki þola að tapa og segir strákana hafa álíka viðhorf. Þeir hafi bæði náð góðum sigrum í haust en einnig hafa þeir tapað nokkrum leikjum með mjög litlum eða minnsta mun. Því skilur ekki mikið á milli þeirra og þeirra liða sem eru fyrir ofan þá í töflunni. Mótið er rétt hálfnað þannig að það eru nægir möguleikar til að rétta það af sem á hallaðist fyrir áramótin. Þó má segja að vitaskuld skiptir það máli að mati Róberts að yngri strákarnir hafa ekki komið inn í lið sem er skipað þeim eldri og reyndari mönnum nema að litlu leyti. Það gerir alt auðveldara að hafa slíkar fyrirmyndir þegar ungir leikmenn eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Strákunum var flestum hent út í djúpu laugina á haustið 2010 og því tekur það heldur lengri tíma en ella að skapa þann leikskilning og liðskúltúr sem nauðsynlegur er til að ná árangri.


Hópurinn hefur verið að taka eðlileg skref fram á við sem handboltamenn. Liðsandinn er góður og öllum hefur verið tekið vel í Víkinni. Róbert segist heyra það frá aðilum utan Víkings að mórallinn í liðinu og hjá félaginu þyki góður en slíkt skiptir ætíð máli.

Stígandinn í liðinu hefur verið jafn og þéttur undanfarin misseri. Varnarleikur liðsins og markvarsla er best í 1. deildinni ef marka má þann markafjölda sem liðið hefur fengið á sig. Á hinn bóginn vantar eilítið upp á markaskorið til að geta verið á toppnum. Vonir standa til að það lagist í síðari hluta mótsins þegar leikmenn koma til baka úr meislum.  Tvö til þrjú mörk til viðbótar í leik myndu skipta sköpum í keppni jafnra liða.

Það þarf að sinna mörgu þegar halda skal úti handboltaliði. Að mati Róberts hefur það verið veikleiki félagsins á liðnum árum að það hefur skort nægilega margar hendur til að vinna þau verk sem þarf að vinna til að hægt sé að halda úti handboltadeild með þokkalegri reisn. Efniviðurinn er til staðar en það vantar fleiri hendur til að rífa starfið upp og gera það auðveldara.

Fjárhagslegt umhverfi liða í neðri deild handboltans er erfitt. Það fór fram umræða á aðalfundi deildarinnar sl. vor um nauðsyn þess að ná saman hóp sem myndi einbeita sér að fjármálum deildarinnar. Deildin skuldar ekkert en tekjur eru litlar. Lítið sem ekkert hefur gerst í þessum málum fram síðan þá. Það setur starfinu vitaskuld ákveðnar skorður. Í umræðu um félagslega þáttinn má þó ekki gleyma þeim dyggu stoðum sem eru til staðar. Margir góðir drengir standa vaktina á leikjum og sinna tímavörslu og öðru því sem þarf til að undirbúa leik og sjá til þess að hann fari fram eftir settum reglum. Það mættu hins vegar vera fleiri á bekkjunum til að hvetja liðið.

Fjöldi iðkenda í handbolta hefur farið vaxandi innan félagsins á liðnum árum. Fjöldi iðkenda hefur farið vaxandi í yngri flokkunum. Hátt í 20 strákar eru nú í 2. flokk félagsins en þeir eru langflestir á yngsta ári. Því mun þeirra tími koma eftir eitt til tvö ár. Það er í raun og veru sama staðan og þeir strákar sem nú eru í meistaraflokki voru í á þeirra aldri en þeir voru flestir jafnaldra.

Róbert leggur mikið upp úr að leikmenn sýni liðinu og félaginu virðingu, búningi þess og hver öðrum sem liðsfélagar. Hann hefur sett ákveðnar reglur um ýmsa hluti hvað þetta varðar sem þóttu ef til vill nýstárlegar í upphafi en eru nú eins og hver annar sjálfsagður hlutur. Slík hugsun styrkir hópinn til lengdar og fær leikmenn til að hugsa á annan hátt um sig sem leikmann og um íþróttina sem slíka.


Róbert og  strákunum hlakkar til seinni hluta mótsins sem hefst í byrjun febrúar. Þeir eru ákveðnir að sýna að Víkingar séu sýnd veiði en ekki gefin. Ef liðið kemur jafn vel út úr hléinu í ár eins og það gerði á síðasta ári þá er engu að kvíða í þeim efnum. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig þeim gengur í seinni hluta hinnar jöfnu og spennandi keppni 1. deildar á næstu tveimur mánuðum. Því má ekki gleyma að góður stuðningur áhorfenda er sem 8. maður á vellinum. Því er mikilvægt að Víkingar sýni liðinu þann stuðning sem eðlilegur og nauðsynlegur er á heimaleikjum.

Fyrsti leikur Víkinga að loknu hléi er við Stjörnuna í Víkinni föstudagskvöldið 3. febrúar kl. 19:30 n.k. Strákarnir vita að hver leikur skiptir mál ef sett markmið eiga að nást. Liðið kemur sterkara til leiks frá því sem frá var horfið fyrir jól því í fyrsta lagi er Jón Hjálmarsson farinn að æfa og spila aftur eftir meiðsli. Í öðru lagi hefur Víkingum bæst góður liðstyrkur sem kemur til með að styrkja línuspilið verulega.  Áhorfendur fá að sjá það á föstudagskvöldið hver það er. Það sækir enginn auðveld stig í Víkina í vetur.

Það sást strax í upphafi að hér yrði um hörku leik að ræða. Víkingar hófu leikinn af krafti og spiluðu vörnina þétt og ákveðið. Varnarvinna liðsins hefur lagt grunninn að góðum árangri liðsins í vetur. Halldór var traustur fyrir aftan vörnina og lagði síðan grunninn að góðum hraðaupphlaupum sem Gestur sá um að skila rétta leið í markið. Víkingar höfðu heldur frumkvæðið í fyrri hálfleik en aldrei skildi mikið milli liðanna. Víkingar höfðu tveggja marka forskot þegar örfáar sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik. Stjörnumenn áttu skot í stöng og boltinn hrökk beint í hendur línumannsins sem skoraði á síðasta sekúndubroti leiksins. Svona heppni getur skipt máli þegar ekkert má bera útaf og það gerði það í þessum leik.

Alpagreinanefnd

Pétur Blöndal  8200 380
Þórður Georg Hjörleifsson 897 2404
Eyjólfur Ingi Hilmarrson   660 0490  

Bygginganefnd

Jensína Magnúsdóttir 861 5668

Ferðanefnd

Brynjólfur Þórsson 825 8073

Skálanefnd

Tölvupóstfang skálanefndar  
Jensína Magnúsdóttir 861 5668

Fjáröflunarnefnd

Hilmar Már Aðalsteinsson 691 7746
Jensína Magnúsdóttir 861 5668
Pétur Blöndal  

Fulltrúar í SKRR

 Hulda Björk Þrastardóttir             692 7294        
     

 

Stjórn foreldrafélags Skíðadeildar Víkings veturinn 2010-2011

  Anna Sigríður Ásgeirsdóttir Formaður   893 0711
  Hanna Guðlaugsdóttir Meðstjórnandi    
  Emilía Blöndal      
  Hulda Björk Þrastardóttir      
  Jakobína Guðmundsdóttir      


 

Stjórn Skíðadeildar Víkings veturinn 2013-2014

 

  Pétur Blöndal formaður 820 0380
  Sigríður H Sigurðardóttir gjaldkeri  

  Agnes Ástvaldsdóttir ritari  

  Guðmundur Símonarson meðstjórnandi  
     

     
         
         
         
Alpagreinanefnd:    
     
     
Þórður Georg Hjörleifsson  
Fulltrúi í SKRR:    
Guðmundur Símonarson    
 
 Jensína Guðrún Magnúsdóttir 861 5668
 
 
 
TVG ZIMSEN logo prufa2
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna